is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9469

Titill: 
  • Sólheimar í Grímsnesi - Rýnt í fortíð og horft til framtíðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er heimildaritgerð sem fjallar um samfélagið Sólheima í Grímsnesi. Í verkefninu er fjallað almennt um sögu og þróun samfélagsins á Sólheimum í Grímsnesi, tilurð þess og gagnrýnina sem hefur verið áberandi í gegnum árin en Sólheimar hafa verið gagnrýndir fyrir skort á faglegri sérþekkingu á sviði málefna fatlaðs fólks. Farið verður yfir uppbyggingu Sólheima og vegferð samfélagsins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sem kom út árið 2002 og Úttekt á vistheimilinu Sólheimum í Grímsnesi sem kom út árið 1981 verða bornar saman í þeim tilgangi að sjá hver þróunin hefur verið sl. 30 ár. Rýnt verður í þann ramma sem löggjafinn hefur sett um málefni fatlaðs fólks og hvernig stefna Sólheima og samfélagið þar hefur ekki með öllu fallið að óskum og hugmyndum yfirvalda. Farið verður yfir mismunandi skoðanir og það mikilvæga hlutverk sem þroskaþjálfi sinnir í starfi sínu á vettvangi.

Samþykkt: 
  • 24.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9469


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
solheimarigrimsnesi.pdf332.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna