is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9470

Titill: 
 • Fjórir færniþættir tengdir fjölgreind við dönskukennslu í grunnskólum : umfjöllun og rannsókn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar var að fjalla um færniþættina fjóra, sem eru hlustun, lestur, talað mál og ritun. Einnig var farið í kennsluaðferðir í tengslum við Fjölgreindarkenningu Gardners. Umfjöllunin var miðuð að dönskukennslu grunnskóla. Markmiðið með rannsókninni var að skoða þessa þætti og lagt upp með rannsóknarspurninguna „Hvernig nýta kennarar færniþættina og fjölgreindir í kennslu?“
  Þáttakendur í rannsókninni voru fjórir kennarar frá jafnmörgum skólum. Þrír af kennurunum voru kvenkyns en einn karlkyns, sem eru á aldrinum 40 til 60 ára. Starfsreynsla þeirra er mismikil og er frá 5 til 30 ár. Skólarnir eru svipaðir í nemendafjölda, þrír eru í Hafnarfirði og einn á Seltjarnarnesi. Rannsóknarsniðið var megindlegt og rannsóknin framkvæmd með stöðluðum spurningarlistum og svörum skilgreindum í fimm stiga kvarða.
  Helstu niðurstöður varðandi færniþættina fjóra og hlutverk þeirra í tungumálakennslunni er að rannsóknin staðfesti grun okkar að þáttur ritunar og lesturs spila stórt hlutverk, en vægi hlustunar er minna og talaðs máls minnst. Merkjanleg er breyting þar sem nýlega útskrifuðu kennararnir eru að auka vægi hlustunar og talaðs máls.
  Einnig staðfestu niðurstöður rannsóknarinnar að kennsluaðferðir og tengsl við fjölgreindir beinast mest að málgreind með áherslu á ritun og lestur. Merkjanleg er þó breyting á kennsluaðferðum sem skilar sér í aukinni virkjun hlustunar og talaðs máls.
  Helstu ályktanir eru að kennslan er að breytast nokkuð í samræmi við þróun fræðanna í tungumálakennslu. Einnig að kennarar eru meðvitaðri um að nemendur læra ekki allir á sama hátt og eru í einhverjum mæli byrjaðir að koma fram með fjölbreyttari kennsluaðferðir.

Samþykkt: 
 • 24.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_B.Ed.pdf273.89 kBOpinnPDFSkoða/Opna