is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9478

Titill: 
 • Hvar vill fatlað fólk á Suðurlandi vinna?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi verkefni fjallar um hvar fatlað fólk á Suðurlandi kýs að vinna, við hvað og hvort það hafi möguleika á að velja sér vinnu. Vinna við verkefnið byrjaði haustið 2010 þegar ég tók þátt í samvinnurannsókn í tengslum við námskeið, Valdefling og rannsóknir með fötluðu fólki í Háskóla Íslands, sem Guðrún V. Stefánsdóttir dósent kenndi. Sú rannsókn fjallaði um hvar ungt fólk með þroskahömlun kýs að vinna. Niðurstöður hennar vöktu hjá mér áhuga til að skoða enn frekar stöðu fatlaðs fólks á Suðurlandi tengt atvinnumálum. Nýti ég niðurstöður úr samvinnurannsókninni í þessari rannsókn auk þess sem þrír þátttakendur úr henni tóku einnig þátt í þessari rannsókn.
  Markmið rannsóknarinnar var að skoða atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á Suðurlandi til að öðlast betri skilning á því hverjar óskir fatlaðs fólks eru um atvinnu. Einnig að varpa ljósi á hvort fatlað fólk hefur val um hvar það vinnur. Getur fatlað fólk valið um að vinna á almennu vinnumarkaði eða í sérúrræðum?
  Fræðilegi hluti verkefnisins byggir á fötlunarfræði og mannréttindum. Rannsóknin er unnin út frá hefðum eigindlegrar aðferðafræði og gagna aflað með því að taka viðtöl. Þátttakendur voru fimm fatlaðir einstaklingar með þroskahömlun á aldrinum 22 til 56 ára og vinna ýmist á hæfingarstöðvum eða úti á almennum vinnumarkaði með aðstoð frá (AMS).
  Helstu niðurstöður voru þær að þeir sem þátt tóku í þessari rannsókn hafa að einhverju leiti val um hvar þeir vinna. Þær benda einnig til þess að þó fatlað fólk hafi áhuga á að vinna á almennum vinnumarkaði séu möguleikar til þess takmarkaðir. Niðurstöður benda til þess að þátttakendur sem starfa á hæfingarstöðvum virðast ósjálfstæðari og ekki eins tilbúnir til að taka sjálfir ákvörðun um hvar þau vilja vinna eða hvort þau hafa áhuga á að skipta um vinnu. Það gæti meðal annars verið afleiðing þess að þeir hafa ekki fengið tækifæri til að vinna á almennum vinnumarkaði en ein ástæða þess gæti verið sú að margir fara strax úr framhaldsskóla inn á hæfingarstöðvar til starfsþjálfunar.

Samþykkt: 
 • 24.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hvarvillfatladfolkasudurlandivinna_KS_BA.pdf472.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna