Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9479
Á Íslandi í dag eru um 187 grunnskólanemendur greindir með heyrnarskerðingu eða heyrnarleysi. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvaða þættir hafa mótandi áhrif á nám heyrnarskertra nemenda og hvaða áhersluþættir eru í kennslu fyrir þann hóp. Vonast er til að niðurstöðurnar leiði í ljós hvernig styrkja megi stöðu heyrnarskertra nemenda í námi. Í fræðilega kafla ritgerðarinnar verða yfirfarin lykilhugtök er varðar málefni úr fötlunarfræði, sálfræði, félagsfræði barnæskunnar og niðurstöðum rannsókna þeim tengdum. Rannsóknin byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð í formi viðtala við viðmælendur sem hafa reynslu og þekkingu á þessu sviði. Niðurstöður gefa til kynna að mörgu er að hyggja er varðar þetta málefni. Í raun erfitt að svara því með fullnægjandi hætti. Margt er það sem mótar námið og þar skiptir miklu máli að hafa einstaklingsmiðað nám. Margar áherslur eru í náminu þar sem mikilvægt er að virðing, sérstaða og séreinkenni séu viðurkennd.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð- PDF.pdf | 527,09 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
KatrinRuth_Kápa-B.A.pdf | 31,23 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
KatrinRuth_Titilsíða-B.A..pdf | 72,75 kB | Opinn | Titilsíða | Skoða/Opna |
Athugsemd: Ritgerð þessi læst til 1. janúar 2017