is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/947

Titill: 
 • Hver og einn hefur sitt göngulag í sorginni : úrvinnsla barna úr áföllum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er börn og áföll, sorgarviðbrögð barna og leiðir til að vinna úr áföllum. Áföll eins og skilnaður og sorg eru algengir atburðir í þjóðfélaginu en aftur á móti lítið rætt um það eins og til dæmis í leikskólum. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir hve mikil áhrif áföll geta haft á lítið barn. Fyrr á tíðum var til að mynda sorg barna ekki viðurkennd eða reynt að „hlífa” barninu við sorginni en í dag hefur þetta breyst og umræðan orðin opnari þó enn mætti gera betur. Jafnvel mætti koma með séráfanga inn í kennaranám um börn og áföll eins og er með börn með sérþarfir því miklar líkur eru á að leik- og grunnskólakennarar þurfi að takast á við þær aðstæður á vinnustað sínum að vinna með börn sem verða fyrir áfalli og því nauðsynlegt að hafa einhverja þekkingu um það málefni.
  Niðurstaða okkar er sú að börn upplifi sorg ekki síður en hinir fullorðnu en
  hættan er sú að börnin vilji oft gleymast. Áföll skilja eftir sig djúp spor í sálarlífi barna og ef til vill dýpri ef ekkert er að hafst til að vinna úr því áfalli. Mikilvægt er að setja sig í spor barnanna, sýna þeim hlýju og stuðning, koma heiðarlega fram og eiga við þau mörg, stutt samtöl og leyfa þeim að leika sé inn á milli svo álagið verði ekki of mikið á þau. Með því að gefa börnunum kost á að glíma við hugsunina um dauðann, missinn og sorgina erum við að hjálpa þeim að upplifa eðlilegan tilfinningalegan þroska.
  Við komumst að því að ýmislegt er til ráða til að hjálpa börnum að vinna úr sorginni. Til að mynda getur barnið tjáð tilfinningar sínar, reynslu og hugarheim með litum, leir og öðrum efnivið í umsjón leikskólakennara. Einnig getur lestur bóka um viðeigandi málefni þar sem hægt er að hafa umræður á eftir lestrinum gefið börnum tækifæri til að tjá hug sinn eða koma með spurningar sem brenna á þeim, þá er líka hægt að skoða með þeim myndaalbúm og fara í gegnum minningar.
  Áðurnefndar tjáningarleiðir geta eflt sköpunargáfu, ánægju barnsins og þekkingu þess á umheiminum og ekki síst þekkingu þess á sjálfu sér.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hverogeinn.pdf734.97 kBLokaðurHver og einn hefur sitt göngulag í sorginni - heildPDF
hverogeinn-e.pdf91.64 kBOpinnHver og einn hefur sitt göngulag í sorginni - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
hverogeinn-h.pdf122.55 kBOpinnHver og einn hefur sitt göngulag í sorginni - heimildaskráPDFSkoða/Opna
hverogeinn-u.pdf96.38 kBOpinnHver og einn hefur sitt göngulag í sorginni - útdrátturPDFSkoða/Opna