is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/948

Titill: 
  • Kjörþögli : þegar orðin vilja ekki koma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar er kjörþögli en það er sálrænt/geðrænt ástand sem er lítt þekkt hérlendis. Þessi kvilli, sem oftast uppgötvast þegar börn byrja í skóla lýsir sér þannig að börnin tala ekki nema undir vissum kringumstæðum ef þau tala þá yfirleitt en þau virðast vera haldin óhóflegri hræðslu til að tjá sig í kringumstæðum þar sem þess er vænst eins og, t.d. í skóla, í félagsskap með vinum og á þeim stöðum þar sem fólk er saman komið. Börn með kjörþögli velja sér að tala við vissa einstaklinga og eru það í flestum tilfellum einhverjir sem eru heima við eða einhverjir sem þau bera mikið traust til. Þetta ástand flokkast undir kvíðaröskun þar sem algengir fylgikvillar eru óhófleg feimni og félagsfælni. Ýmis meðferðarúrræði eru notuð sem hafa skilað misjöfnum árangri.
    Grunnskólinn á að vera skóli án aðgreiningar sem þýðir að öll börn eiga rétt á skólagöngu og rétt á því að þeirra sérstöku þörfum sé mætt. Skólaumhverfið getur verið erfiðasti staðurinn fyrir börn sem haldin eru kjörþögli. Því er mikilvægt að skólinn geri allt sem í hans valdi stendur til að kynna sér þetta viðfangsefni og upplýsi kennara, foreldra og aðra sem að málum kunna að koma um hvernig eigi að mæta þörfum þessara nemenda.
    Hagsmunum kjörþögulla barna er best borgið við að fá þjálfun í að hafa samskipti við önnur börn og stunda nám sitt á sem eðlilegastan hátt. Það verður að vera sveigjanleiki og vilji hjá kennara og skólastjórnendum til að mæta þessum vanda og uppfylla þær skyldur sem mælt er fyrir um.

Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kjorthogli.pdf952.71 kBOpinnKjörþögli - heildPDFSkoða/Opna