Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9484
Landmótun, bygging og lögun krákustígsása við Eyjabakkajökul, sem er framhlaupsjökull í norðaustanverðum Vatnajökli, var rannsökuð í útivinnu 2007, og með greiningu og samanburði loftmynda frá 1967-2008. Krákustígsásar eru lítt rannsakað landform sem hefur verið lýst sem hlykkjóttum hryggjum úr möl, sandi og dauðís. Markmið þessarar rannsóknar er að afla gagna og setja fram líkan fyrir myndun og þróun krákustígsása svo skilja megi betur þau ferli sem leiða til myndunar þessa sérstaka landforms. Krákustígsásarnir við Eyjabakkajökul eru gerðir úr dauðískjarna og setþekju sem samanstendur af hálfnúinni möl og sandi. Þeir eru hlykkjóttir og mynda slitrótta keðju af hryggjum meðfram og framan við jökulinn að vestanverðu. Ískjarni krákustígsásanna og lega þeirra ofan á sprungufyllingum gefa til kynna að ásarnir séu myndaðir inni í eða ofan á jöklinum. Setið í ásunum bendir jafnframt til að það hafi verið flutt upp af botni jökulsins en síðan sest til í skammvinnu straumhörðu vatni í sprungum og þrýstiflötum á yfirborði. Þannig hefur setið þróast úr botnurð í straumvatnaset. Á loftmyndum má sjá mikla breytingu á ásunum á milli ára og greinilegt er að bráðnun dauðíssins í þeim er mikil. Á nokkrum stöðum hefur allur ís bráðnað og hryggirnir horfið þannig að eftir stendur haugaruðningur úr straumvatnaseti.
Niðurstöðurnar benda til þess að krákustígsásarnir myndist þegar bræðsluvatn, sem verið hefur undir miklum þrýstingi undir jöklinum, finnur sér leið upp á yfirborð og ber botnurð í sprungur og þrýstifleti. Þetta gerist þar sem framhlaupsbylgjan hefur farið hjá og jökullinn þynnist og springur vegna tognunar. Við flutninginn aðgreinist setið og eftir stendur hlykkjótt setfylling úr sandi og möl á yfirborði jökulsins. Atburðurinn varir í stuttan tíma fyrst formið hefur hvassar bugður. Hinir reisulegu hryggir krákustígsásanna sem koma í ljós við bráðnun og lækkun yfirborðs jökulsins varðveitast mjög illa vegna bráðnunar dauðíssins í kjarna þeirra. Því eru varðveislumöguleikar krákustígsásanna litlir til lengri tíma. Þegar allur dauðís er horfinn mun endanleg mynd þeirra verða óreglulegir hraukar af tiltölulega vel aðgreindu straumvatnaseti.
The morphology and sedimentology of concertina eskers at the surge-type glacier Eyjabakkajökull, Iceland, were studied during field work in the summer of 2007, and from a series of aerial photographs from 1967-2008. Concertina eskers are poorly known landforms which have been described as cone shaped zig-zag ridges mainly composed of fluvial sediments and dead-ice. This study will contribute to our understanding of the formation and development of concertina eskers, as well as the preservation potential of these peculiar landforms in front of surge-type glaciers. The concertina eskers at Eyjabakkajökull are cone shaped zig-zag ridges consisting of dead-ice which is covered by glaciofluvial deposits, principally sub-rounded gravel and sand. The ridges occur along the western proglacial and lateral margin of Eyjabakkajökull. The morphological analysis of clasts infers that sediment was fluvially transported by a short-lived, high-discharge event and that the fluvial sediment developed from till. In a few places, the concertina eskers cover crevasse-squeeze ridges, indicating that the concertina eskers are not formed in the subglacial environment. Also the dead-ice at the base indicate that they were produced englacially or supraglacially. Changes were observed on the concertina eskers in the time series of aerial photographs and it is obvious that the melting of the dead-ice is significant. In few places, all the dead-ice had melted away and the cone shape disappeared, only hummocky topography was left.
The results suggest that concertina eskers are formed when overpressurized subglacial meltwater finds an escape route up through the glacier to the surface and deposits sediment in crevasses and thrust-planes. This is possible where the surge-wave has passed and the glacier thins and brakes up because of extension. During the quiescent phase, the glacier retreats substantially and the concertina eskers appear on the glacier surface when sediment covers the underlying ice and forms zig-zag ridges. The cone morphology of the concertina eskers is not permanent due to the melting ice-core. Thus, the preservation potential of concertina eskers is poor, but the final product may be recognized as a hummocky landform with glaciofluvial sediment.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_EygloO.pdf | 8.38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |