is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9485

Titill: 
  • Fatlaðir unglingar og fermingin : skiptir hún máli?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur
    Á hverju vori fara fram fermingar í kirkjum landsins, þar sem ungmenni sem hafa verið í fermingarfræðslu undangenginn vetur staðfesta skírnarheitið. Hér áður fyrr var fermingarundirbúningurinn nátengdur getu til að lesa eða læra utanbókar Þeir sem voru ekki færir um það voru oftast ekki fermdir. Það var því ekki sjálfsagt að fólk með þroskahömlun fermdist. Undanfarna þrjá áratugi hefur stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks miðast við fullan rétt til samfélagsþátttöku. Nú stendur fötluðum ungmennum til boða að fermast í sinni heimasókn eða í sérfermingum fyrir ungmenni með þroskahömlun. Það er algengara að unglingar með líkamlegar fatlanir fermist almennri fermingu með jafnöldrum sínum í sinni heimasókn, en unglingar með þroskahömlun fermast frekar sérfermingu fatlaðra. Meirihluti unglinga sem fermast sérfermingu stunda nám í sérskólum og sérdeildum grunnskólanna. Þessi ritgerð fjallar um fatlaða unglinga og fermingarundirbúninginn, þar sem markmiðið var að varpa ljósi á hlutverk fermingarinnar og fermingarundirbúningsins í lífi unglinga með þroskahömlun. Hún byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem var unnin veturinn 2010-2011. Þátttakendur í rannsókninni voru tveir einstaklingar með þroskahömlun, móðir yngri einstaklingsins og tveir prestar, þar sem annar starfar sem prestur fatlaðra. Gagna var aflað með opnum viðtölum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að svo virðist sem fermingin og fermingarundirbúningurinn skipti fötluð ungmenni máli og þau líti svo á að með henni séu þau að ganga í gegnum það sama og aðrir unglingar. Það kom fram hjá öllum þátttakendum að fatlaðir unglingar hafa væntingar til fermingarinnar og hún er jákvæður atburður þar sem þau fái tækifæri til að vera með í samfélaginu líkt og aðrir og þau njóta undirbúningsins fyllilega. Allir þátttakendur voru hlynntir tilvist sérferminga og töldu að þær ættu að vera valmöguleiki á móti almennri ferming því að þær hentuðu sumum ungmennum betur. Einnig kom það fram að ungmennin virðast hafa áhrif á þá ákvarðanatöku að láta ferma sig og velja ásamt foreldrum sínum eða forráðamönnum hvort fermingarformið verður fyrir valinu.

Athugasemdir: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hlutverk fermingarinnar og fermingarundirbúningsins í lífi unglinga með þroskahömlun.
Samþykkt: 
  • 24.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9485


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Klara_uppsett_KB.doc150.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Klara_uppsett_KB.pdf523.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna