is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9486

Titill: 
  • Heilsuuppeldi: Megindleg rannsókn á tengslum heilsufarslegrar hegðunar foreldra og barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræði unnin af Ingu Berg Gísladóttir á vormisseri 2011. Gerð var megindleg rannsókn þar sem lagt var upp með rannsóknarspurninguna: Hvernig tengist heilsutengd hegðun foreldra heilsutengdri hegðun barna. Skoðað er sérstaklega mataræði, hreyfing og vímuefnaneysla. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að foreldrar hafa með uppeldisháttum sínum og hegðun mikil áhrif á líf barna sinna. Foreldrar eru í mörgum tilfellum helstu fyrirmyndir barna sinna og hafa þannig mikil áhrif. Börn foreldra sem stunda heilsusamlega lífshætti eru líklegri en önnur til að gera það líka. Lagður var spurningalisti fyrir nemendur Háskóla Íslands, þar sem spurt var um heilsutengda hegðun foreldra í uppeldinu annars vegar og heilsutengda hegðun þátttakenda í daglegu lífi hins vegar. Spurningalistinn var sendur til nemenda Háskóla Íslands, og svöruðu 1257 nemendur. Niðurstöðurnar sýna fram á marktæk tengsl. Einstaklingar hafa tilhneigingu til að lifa svipuðum lífsháttum og foreldrar þeirra gerðu í uppeldinu, hvort sem þeir einkennast af heilsusamlegu mataræði og hreyfingu, vímuefnaneyslu eða öðru.

Samþykkt: 
  • 24.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Kápa - Inga Berg.pdf31.25 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
BA - Inga Berg.pdf741.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna