is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9488

Titill: 
 • Heilsueflandi forvarnir í skólum : upplifun nemenda á þátttöku í heilsueflandi forvarnarverkefni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um heilsueflandi forvarnir. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við þrjá nemendur í Flensborgarskóla. Skólinn er tilraunarskóli þróunarverkefnis Lýðheilsustöðvar, Heilsueflandi framhaldsskóli. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun nemenda á þátttöku í heilsueflandi forvarnarverkefni og hvort og þá hvernig verkefnið hefði áhrif á lífsstíl þeirra. Heilsusamlegur lífsstíll er einn af undirstöðuþáttum langlífis og vellíðanar vegna þess að flestir sjúkdómar Vesturlandabúa eru lífsstílstengdir, svo sem hjartasjúkdómar og krabbamein. Helstu niðurstöður eru að nemendurnir hafa orðið varir við aukið úrval af hollum mat. Þau telja gott aðgengi að hollum mat á góðu verði skipta miklu máli til að geta lifað heilbrigðum lífsstíl og eru þau ánægð með salatbarinn í skólanum. Ungmennin telja þó að verkefnið hafi ekki endilega áhrif á lífsstíl nemenda því það er undir þeim sjálfum komið hvað þau vilja gera. Ef þau vilja ekki borða hollan mat þá er auðvelt að kaupa skyndibita annarsstaðar. Þau eru þó stolt af skólanum og finnst hann styðja við nemendur sem kjósa að lifa heilsusamlega.

Athugasemdir: 
 • Heilsa
  Heilsuefling
  Heilsufarsógnir
  Þróun í heilsueflingu og forvörnum
  Verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli
Samþykkt: 
 • 24.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman.pdf816.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_LaufeyGK.pdf150.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF