is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/949

Titill: 
 • Þið leyfið okkur að föndra svo mikið : kennsla nýbúa í almennum bekkjum byggð á söguaðferð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er fjallað um kennslu nýbúa í almennum bekkjum og rannsókn sem hafði það að markmiði að kanna hvernig söguaðferðin hentar sem hluti af kennslu nýbúa í almennum bekk. Í ritgerðinni er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu:
   Hvernig er hægt að kenna nýbúum í almennum bekk á áhrifaríkan hátt með notkun söguaðferðarinnar svo að allur bekkurinn njóti góðs af?
  Ritgerðin skiptist í níu kafla og er inngangurinn sá fyrsti. Því næst kemur fræðilegur hluti sem nær yfir kafla tvö til fimm. Í fræðilega hlutanum er fjallað um virkt nám og hugsmíðahyggju, sem eru þær námskenningar sem söguaðferðin er byggð á, auk þess sem aðferðinni sjálfri eru gerð skil. Enn fremur er fjallað sérstaklega um námsaðlögun og þá möguleika á námsaðlögun sem felast í söguaðferðinni. Loks er kennsla nýbúa tekin fyrir sérstaklega, meðal annars tvítyngi og áhrif þess á skólagöngu, og kynntar eru mismunandi kenningar um kennslu nýbúa. Tilhögun rannsóknarinnar er lýst í sjötta kafla, niðurstöður hennar birtar og ræddar í köflum sjö og átta og í níunda kafla eru lokaorð.
  Rannsóknin var gerð í einum 3. bekk á tímabilinu 29. september til 17. október 2003. Meðal nemenda í bekknum voru tveir nýbúar. Rannsóknin fólst í því að höfundar unnu eitt söguaðferðarverkefni með bekknum og mátu árangur þess, bæði fyrir nýbúana og bekkinn í heild. Verkefnið og kennsluáætlanir sem byggðar voru á því miðuðu sérstaklega að því að kenna nýbúum í almennum bekk á áhrifaríkan hátt þannig að námslegur ávinningur hlytist fyrir bekkinn í heild sinni. Fylgst var sérstaklega með nýbúunum tveimur í bekknum og einnig var heildarárangur bekkjarins skráður.
  Í ritgerðinni eru færð fyrir því rök að söguaðferðin sé ákjósanleg leið til að kenna nýbúum í almennum bekkjum. Fjölbreytni verkefnanna sem unnin voru gaf öllum tækifæri til að nýta eigin styrkleika og vinna á veikleikum sínum. Samvinnan, sem verkefnin kröfðust, stuðlaði að bættum samskipta-háttum meðal nemenda bekkjarins og þjálfaði nýbúana verulega í málnotkun og samskiptahæfni. Félagsfærni nemenda virtist aukast auk þess sem verkefni byggð á söguaðferð virtust vekja áhuga nemenda og gefa þeim aukin tækifæri til náms.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thidleyfid.pdf1.1 MBTakmarkaðurÞið leyfið okkur að föndra svo mikið - heildPDF
thidleyfid-e.pdf124.82 kBOpinnÞið leyfið okkur að föndra svo mikið - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
thidleyfid-h.pdf125.35 kBOpinnÞið leyfið okkur að föndra svo mikið - heimildaskráPDFSkoða/Opna
thidleyfid-u.pdf81.97 kBOpinnÞið leyfið okkur að föndra svo mikið - útdrátturPDFSkoða/Opna