Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9492
Viðfangsefni þessa verkefnis er að kanna notagildi matstækisins Skólafærni-athugun í skóla án aðgreiningar. Skólafærni-athugun er færnimiðað matstæki sem notað er til að mæla þátttöku og færni grunnskólabarna á aldrinum 6-12 ára. Matstækið er þverfaglegt sem þýðir að það er ekki eingöngu til notkunar af einhverri einni fagstétt, heldur er það ætlað sem samvinnuverkefni fagaðila sem vinna náið með því barni sem á að meta hverju sinni.
Sjónum er beint að þátttöku og frammistöðu barns í skólanum og markmiðið er tvíþætt; að greina hvað stuðlar að vanda barnsins og reyna að finna út hvers konar aðlögun gæti aukið færni þess í skólaumhverfinu.
Í skóla án aðgreiningar eiga allir nemendur að fá tækifæri til náms í almennum bekk með sínum jafnöldrum, burt séð frá sérþörfum. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám og reynt að finna leiðir til að aðlaga námsefni og námsumhverfi að hverjum nemanda. Skólafærni-athugun gæti verið öflugt tæki í höndum kennara og þroskaþjálfa í almennum grunnskólum til þess að bera kennsl á vanda nemenda og leiða þá að lausnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA 3.pdf | 4,24 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |