is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9495

Titill: 
  • Hvaða skilaboð erum við að senda til fatlaðs fólks? : orðræðugreining á Barnalandi um hnakkaþykktarmælingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um niðurstöður orðræðugreiningar á vefsíðunni barnaland.is um hnakkaþykktarmælingar. Orðræðugreining gengur út á það að greina texta, orð og fleira ásamt því að gera textanum sem greindur er skil. Umræðuþræðirnir sem teknir voru fyrir og greindir spönnuðu fimm ár og voru frá árinu 2005 – 2010 og voru barnalandsnotendur í orðræðunni einungis kvennmenn. Tilgangur ritgerðarinnar var að varpa ljósi á orðræður í samfélaginu og að fólk gerði sér grein fyrir þeim áhrifum sem slíkar orðræður geti haft á fólk með fatlanir og aðstandendur þeirra. Markmiðið var einnig að verðandi foreldrar myndu hugleiða að hnakkaþykktarmælingar fela meira í sér en einungis að fá að sjá sónarmynd af fóstrinu.
    Gerð voru skil á fósturgreiningum, nákvæmum tilgangi hnakkaþykktar- mælinga og mikilvægi þess að verðandi foreldrar taki upplýsta ákvörðun um hvort fara eigi í mælinguna eða ekki. Staðalmyndir virðast ríkjandi í samfélaginu sem endurspeglar sig í umræðunni á Barnalandi og er orðræðan greind með kenningar Wolf Wolfensberger í huga þar sem hann talar um neikvæð félagsleg og söguleg hlutverk sem fötluðu fólki sé stundum þrýst í eins og hlutverkin barn að eilífu, byrðin, hetjan og fleira. Hnakkaþykktarmælingar hafa verið umdeildar og þá sérstaklega hvort þær séu siðferðislega réttmætar og því var talið mikilvægt að skoða umræðuna með tilliti til siðfræðinnar.
    Spurningarnar sem leitað var svara við voru tvær. Í fyrsta lagi, hver er aðalorðræðan um hnakkaþykktarmælingar á Barnalandi? Í öðru lagi hvað er það sem mótar skoðun kvenna á þessum mælingum? Helstu niðurstöður sýndu að aðalorðræðan á Barnalandi var að konur voru að velta því fyrir sér hvort þær ættu að fara í hnakkaþykktarmælingu eða ekki og kom í ljós að nokkuð var um hræðslu hjá kvenkynsnotendum Barnalands um að eignast fatlað barn. Það sem aðallega mótaði skoðun þeirra á því hvort þær ætluðu í þessa mælingu eða ekki voru mikið reynslusögur eða þær væru búnar að ákveða að þær treystu sér ekki í það að eignast fatlað barn eða voru staðráðnar í að fara ekki í fóstureyðingu og sáu því ekki tilganginn í að fara í þessa mælingu.

Samþykkt: 
  • 27.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA LOKAVERKFNI INN Á SKEMMU.pdf474.09 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Kapa.pdf68.13 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna