Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9502
Í þessari ritgerð var íþróttaiðkun 30 nemenda Öskjuhlíðarskóla í Reykjarvík skoðuð. Ásamt því var kannað hvort íþróttir hefðu sálfræðileg áhrif á fatlaða einstaklinga. Þátttakendur voru nemendur í 1. – 10. bekk skólans, öll með skilgreinda þroskahömlun. Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt við gerð rannsóknarinnar, þar sem spurningalistar voru sendir til þátttakenda. Lýsandi tölfræði var notuð til að vinna úr upplýsingum spurningalistanna. Spurningar sem teknar voru fyrir úr listanum fjölluðu allar á einhvern hátt um íþróttir eða líkamshreyfingu þátttakenda, ásamt því fjallaði ein spurning um líðan þeirra í skólanum. Helstu niðurstöður voru þær, að fáir nemendur skólans stunda íþróttir að jafnaði. Margir stunda einhverja hreyfingu, en fáir eru í markvissum æfingum alla jafna. Fylgni milli áreynslu og líðan í skólanum var könnuð til að vita hvort íþróttir hafi möguleg sálfræðileg áhrif á fatlaða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA - ritgerð.pdf | 545.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Kapa.pdf | 30.71 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
titilsida.pdf | 73.67 kB | Opinn | Titilsíða | Skoða/Opna | |
spurningalistinn.pdf | 140.96 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |