is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9517

Titill: 
  • Orð eru til alls fyrst...
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna hlutfall umfjöllunar í dagblöðum um kvennafrídaginn og málefni tengdum honum árið 1975 og 2010. Einnig að kanna hvort að orðræða hafi breyst á þessum 35 árum sem liðin eru frá fyrsta kvennafrídeginum. Farið var yfir Morgunblaðið, Vísi, Tímann, Þjóðviljann, Dagblaðið og Alþýðublaðið í októbermánuði 1975 og síðan yfir Morgunblaðið og Fréttablaðið árið 2010. Taldar og flokkaðar voru fréttir sem komu upp í leit á timarit.is í dagblöðum frá 1975 og í leitarvél dagblaðanna á netinu frá 2010. Skoðað var hversu margar almennar fréttir voru um kvennafrídaginn, hversu mörg viðtölin voru, og hvort þau voru þá við karl eða konu, og fjöldi tilkynninga eða stuðningsyfirlýsinga. Einnig voru skoðaðir pistlar, ritstjórnargreinar og innsendar greinar. Í öllum flokkum var orðræða skoðuð og reynt að leggja mat á það hvort hún hafi verið jákvæð eða neikvæð. Sagt er frá rannsóknum á hlutfalli kvenna í fjölmiðlum og þær bornar saman við opinberar skýrslur Menntamálaráðuneytisins er varða konur og fjölmiðla. Þá verður fjallað um framkvæmd kvennafrídagsins árið 1975 annars vegar og árið 2010 hins vegar. Einnig verður farið yfir þá þætti sem lágu að grundvelli þess, að konur tóku sér frí heilan dag eða hluta úr degi. Rannsóknin leiddi í ljós að þó að hlutfallsleg umfjöllun dagblaða um kvennafrídaginn árið 1975 og 2010 sé mjög svipuð hefur orðræðan algjörlega snúist við, frá því að vera neikvæð yfir í jákvæða. Gögnin eru sett upp í töflureikni Excel til að fá út hlutfallslegan mun umfjöllunarinnar.

Samþykkt: 
  • 27.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni-Bára.pdf5.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna