is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9518

Titill: 
 • „Allir litir nema bleikur“ : viðhorf sex ára barna til kynjahlutverka
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Síðastliðin ár hafa orðið framfarir í lagasetningum er varða jafnréttismál á Íslandi. Sem dæmi má nefna lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (10/2008) en í 23. grein laganna er kveðið á um að nemendur skuli hljóta fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum. Lög um launajöfnuð kvenna og karla (60/1961) hafa verið í gildi í hálfa öld án þess að takmarki þeirra hafi verið náð og því má velta fyrir sér framtíð nýlega settra laga.
  Í þessari rannsókn eru viðhorf sex ára barna til kynjahlutverka og framtíðarstarfa skoðuð. Tilgangurinn er að kanna hvort frekari þörf sé fyrir jafnréttisfræðslu og kynningu á almennri kynjafræði á öllum skólastigum. Rannsóknin byggir á stuttum viðtölum við börn í elsta árgangi í fjórum leikskólum í sveitarfélagi á landsbyggðinni og notast var við eigindlega rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við fimmtíu og sex börn sem og verkefnisstjóra jafnréttisverkefnis í leikskólanum Lundarseli. Veitt er innsýn í fræðilegt efni í fyrstu fimm köflum ritgerðarinnar en rannsókninni sjálfri er gert skil í tveimur köflum
  Helstu niðurstöður sýna að félagsleg áhrif eru búin að móta skoðanir barna þó nokkuð á þessum aldri og má greina töluverðan kynjamun. Nauðsynlegt er að hefja starfsfræðslu strax í leikskóla ef breyta á rótgrónum hugmyndum eða staðalímyndum varðandi störf og starfsval til að auka meðvitund og auðvelda börnum að fara sínar eigin leiðir, óháð kyni.

 • Útdráttur er á ensku

  In Iceland, some progress has been made in recent years in the legal sphere regarding gender equality. Act nr. 10/2008 on equal-rights and equal opportunities for men and women is a good example. Article 23 of the Act states that in all stages of education, students must be educated on equal rights. Act nr. 60/1961 was supposed to level the gender difference in wages. However, half a century later that aim has not yet been achieved and the future achievements of recently enacted legislation on equal rights remain to be seen.
  This research focuses on the disposition of six year old children towards gender roles and future employment. The aim is to determine whether more emphasis on equal-rights and gender roles is needed in the earliest stages of education. The research is qualitative and is based on short interviews with the oldest children in four preschools in a rural community in Iceland. Interviews were conducted with fifty-six children and the project manager for an equal-rights project in Lundarsel preschool. The first five chapters focus on scholarly discussions on gender issues and the next two chapters are dedicated to the research itself.
  The research's main conclusions are that children's views have already at that age been shaped considerably by social influences and there is considerable gender-difference. In order to change established, stereotypical, gender-based ideas about jobs and employment opportunities and to empower children to make their own conscious decisions regardless of gender, it is imperative to start educating children on future employment opportunities at kindergarten level.

Samþykkt: 
 • 27.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ella_Sigrun.pdf806.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna