is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9519

Titill: 
 • Hugmyndir breyta heiminum : viðtalsrannsókn á viðhorfum sjö myndlistarmanna til myndlistar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð eru viðhorf myndlistarmanna til myndlistar könnuð, einkum hvaða hvati liggi að baki listiðkun þeirra og hvernig þeir upplifi áhrif og tilgang myndlistar. Grafist var fyrir um þetta með þrennum hætti: Kenningar og viðhorf fræðimanna voru skoðuð, fjallað var um fimm listaverk út frá viðfangsefni ritgerðarinnar og viðhorfum fræðimanna og einnig var gerð viðtalsrannsókn.
  Kenningar þær sem fjallað var um koma inn á samfélagslegt hlutverk/gildi lista og hvernig þjóðfélagshættir og tíðarandi hefur áhrif á þær. Listaverkin fimm voru valin með tilliti til vísunar þeirra í samtímann og listræns tilgangs þeirra. Í þeim eru sett fram sjónarhorn sem allt í senn eru frumleg, afbyggjandi og gagnrýnin. Viðamesti hluti ritgerðarinnar, viðtalsrannsóknin, fólst í því að tekin voru viðtöl við sjö listamenn sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi listiðkun sína og myndlist almennt. Viðtölin voru greind með eigindlegum rannsóknaraðferðum, nánar tiltekið fyrirbærafræði.
  Helstu niðurstöður viðtalsrannsóknarinnar eru þær að listamennirnir sjö sjá listiðkun sýna sem áhrifamikið tæki til að skilja samfélagið sem þeir lifa í og tilveruna yfirhöfuð. Í viðtölunum kom fram að upplifanir og skilningur þeirra eigi sér stað í því samtali sem fer fram á milli þeirra, áhorfandans og samfélagsins. Myndlistin sé því, mikilvægt tæki til að skoða samfélagið, lýsa því og skilja það betur. Greiningin á viðtölunum leiðir í ljós að samtalið fari fram í gegnum þá rannsókn sem í myndlistinni felst, þ.e.a.s. í vinnuferlinu sjálfu. Sjónarhorn þau og spurningar sem listamenn setja fram í verkum sínum eru einnig hluti þessa samtals, ásamt þeirri gagnrýni sem oft á tíðum felst í þeim. Greiningin sýnir að samtalið er yfirþema í viðtölunum. Yfirþemað er aftur greint í fjögur milliþemu, þ.e. rannsókn, spurningar, sjónarhorn og gagnrýni. Nokkur af milliþemunum voru síðan greind í undirþemu, þ.e. ferli, tjáningarþörf, sköpun, frumafl og meðvitund.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis examines visual arts from the artists‘perspective, in particular their perception of drive and purpose. The thesis takes a three-pronged approach. Scholars‘ideas and thoughts on the role and value of visual arts in society are reviewed along with the effects which social structure and the “zeitgeist” have on the arts. Five different pieces of art were selected based on their relevance to recent events, their artistic purpose and deconstructive and critical approach. The art work is scrutinized and discussed in relation to the overall theses. The most extensive part of the essay, the interview research, consists of interviews with seven artists who accounted for their opinions regarding their work and visual arts in general. The interviews were analysed in accordance with qualitative research methods, namely phenomenology.
  The main conclusions drawn from the interview research are that the seven artists see their work as a powerful instrument in understanding the society they live in, as well as understanding life in general. The interviews demonstrate that the artists‘ experience and perceptions are continuously developing through a dialogue between the artist, his or her audience, and the society at large. Thus, when studying, describing and understanding society, visual arts are an important tool. The analysis of the interviews reveals that the dialogue takes place through the artists‘ research, i.e. the work process. The viewpoints and questions that the artists express in their work are a part of this dialogue as well as the criticism frequently involved. The analysis shows that dialogue is the over-riding theme in the interviews. The over-riding theme is analyzed into four main themes, i.e. research, questions, viewpoints and criticism. Several main themes were then analyzed into sub themes, i.e. process, need for expression, creation, primitive force and awareness.

Samþykkt: 
 • 27.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Hugmyndir breyta heiminum - PDF.pdf391.86 kBOpinnPDFSkoða/Opna