Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9522
Adhd er taugaþroskaröskun sem 5-10% barna greinast með. Einkennin eru hreyfivirkni, hvatvísi og athyglisbrestur. Þessi einkenni geta haft í för með sér ýmsar fylgiraskanir og ein þeirra er námsörðugleikar. Til eru ýmsar leiðir til þess að draga úr einkennunum og koma þannig í veg fyrir neikvæðar afleiðingar. Í þessari ritgerð fjalla ég sérstaklega um þær leiðir sem skólinn getur farið til þess að mæta þörfum barna með adhd. Ég skoða bæði fræðilegar heimildir og reynslusögur fólks með röskunina til þess að fá sýn frá báðum sjónarhornum. Einnig segi ég almennt frá adhd og menntastefnum á Íslandi til þess að skýra málefnið enn frekar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA,lokaritgerd.pdf | 224,48 kB | Lokaður | Heildartexti |