is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9523

Titill: 
 • Einhverfa og óhefðbundnar tjáskiptaleiðir : notkun PECS og Tákna með tali með einhverfum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Einhverfa er flókin þroskaröskun sem stafar af líffræðilegum ástæðum og er oftast greind á aldrinum tveggja til þriggja ára. Einhverfa birtist í ákveðnum hegðunareinkennum og geta þessi einkenni komið fram með mismunandi hætti hjá einstaklingum en það er oft styrkur einkenna sem segir til um hversu mikla skerðingu einstaklingurinn býr við. Til eru margir flokkar einhverfu sem raðast á svokallað einhverfuróf en flokkar einhverfunnar segja til um hversu mörg einkenni eru til staðar og í hve miklum mæli. Þar sem talmál er oft í litlum mæli hjá fólki með einhverfu er leitast við að nota óhefðbundinúrræði þegar kemur að tjáskiptum. PECS og Tákn með tali eru tvær ólíkar tjáskiptaleiðir sem notaðar eru með einhverfum. PECS er myndræn tjáskiptaleið en með Tákn með tali er notast við tákn gerð með höndum.
  Í þessari rannsóknarritgerð er gagna aflað úr skriflegum heimildum. Fyrsti hluti hennar er tileinkaður einhverfu en í þeim hluta verður einhverfa skilgreind og einkennum hennar, orsökum, flokkum og greiningarferli gerð skil. Í öðrum hluta verður sagt frá mismunandi sjónarhornum á fötlun en síðasti hlutinn mun fjalla um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Þar verður fjallað um tjáskiptaleiðarnar PECS og Tákn með tali og notkun þeirra með einhverfum og farið yfir hvaða óhefðbundnar tjáskipaleiðir eru notaðar með einstaklingum á þremur ákveðnum sambýlum hér á landi
  Eftirfarandi ritgerð var unnin með það að markmiði að komast að gagnsemi tveggja tjáskiptaleiða sem notaðar eru með einhverfum, það er að segja PECS og Tákn með tali. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi: Hvernig eru óhefðbundnu tjáskiptaleiðarnar Tákn með tali og PECS notaðar? Hvor þeirra hentar betur með einhverfum? Hvaða aðferðir er verið að nota með fullorðnum einstaklingum með einhverfu á Íslandi í dag?
  Tákn með tali og PECS eru ólíkar tjáskiptaleiðir og er ekki hægt að segja til um hvor sé betri þar sem mismunandi er hvað hentar hverjum og einum. Þegar skoðað var hvaða tjáskiptaleiðir er verið að nota hér á landi með fullorðnu fólki með einhverfu kom í ljós að mun fleiri eru að nota Tákn með tali en PECS. Einnig var það algengasta tjáskiptaleiðin sem þessir einstaklingar eru að nota.

Samþykkt: 
 • 27.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf520.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna