is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9524

Titill: 
 • Reynsla og bjargráð brotaþola nauðgunar og gildi og ábyrgð samfélagsins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgátur rannsóknarinnar voru, brotaþolar nauðgunar notast frekar við reynsluforðunarbjargráð heldur en tilfinningamiðuð bjargráð. Seinni tilgátan var að yngri kynslóðin er móttækilegri fyrir gildum samfélagsins í sambandi við kynlíf en þeir sem eldri eru.
  Á Íslandi, eins og annarsstaðar, eru brotaþolar kynferðisofbeldis mjög viðkvæmt umræðuefni, en samt sem áður er gríðarlega mikilvægt að koma því ofar í umræðuna. Ákveðið var að hleypa lesendum inn í hugarheim brotaþola nauðgunar og voru tekin viðtöl við fjórar konur sem gáfu sér dulnefni. Allar kærðu þær sína brotamenn en ekki voru taldar nægar sannanir til staðar til að sakfella þá. Í almennum hegningarlögum á Íslandi er ekki útlistað hvað nákvæmlega skilgreinist sem nauðgun og eru lögin miðuð útfrá brotamanni en ekki brotaþola. Af þessu ástæðum getur verið að brotaþolar nái sjaldan sínum kærum fram. Almennar niðurstöður úr þessum viðtölum voru að allir brotaþolarnir notuðust við reynsluforðunarbjargráð eftir atburðinn. Þessi bjargráð geta haft víðtæk neikvæð áhrif til langs tíma og geta ýtt undir ýmis geðræn vandamál eins og þunglyndi og kvíða (Hayes og fél., 2004).
  Könnun var gerð á Glerártorgi þar sem unnið var með hentugleikaúrtak. 200 einstaklingar tóku þátt í könnuninni frá aldrinum 14-81. Áhugaverðar niðurstöður komu í ljós jafnvel þótt aðeins væru spurðar tvær spurningar. Almennar niðurstöður úr könnuninni voru, að því eldri sem einstaklingarnir voru því líklegri voru þeir að telja daður og kossar vera samþykki fyrir kynlífi og karlmenn voru líklegri til þess að telja sérstakan klæðnað ýta undir nauðgun.

 • Útdráttur er á ensku

  The hypothesis of this research were, rape victims use experiential avoidance coping rather then emotion focused coping. The second hypothesis was that the younger generation is more receptive towards social values about sex then the older generation.
  In Iceland, as elsewhere, rape victims are a very delicate subject, but nevertheless extremely important to get it higher up the debate. It was deceided to let readers in to the mind of a rape victim by taking four interviews with women that gave them selves pseudonym. All of them appealed their offenders, but insufficient evidence was there to condemn them. Icelandic laws do not say what exactly is rape and the laws are compared to the offender not the victim. By that reason one can conclude that the laws are the reason why victims do not get their charge through the Icelandic justice system. General conclusions from the interviews were that all the rape victims used experiential avoidance coping after the event. That coping mechanism can have extensive long-term negative effect and can increase chances of multiple psychological problems such as major depression and anxiety (Hayes et.al. 2004).
  A research was conducted on Glerártorg. 200 people participated in the research and they were aged from 14 to 81. Interesting results were observed even though only two questions were asked. General conclusions showed that the older a person is the more likely they think that flirting and kissing equals consensual sex and men were more likely to think that special clothing increases the probability of rape.

Samþykkt: 
 • 28.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.doc.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna