is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9525

Titill: 
  • Félagsfælni og upplifuð streita á meðal staðar- og fjarnema við Háskólann á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagsfælni virðist byrja snemma á lífsleiðinni og einkennist af miklum kvíða og hræðslu við að vera innan um annað fólk. Félagsfælni fylgja bæði líkamleg og andleg einkenni sem eru meðal annars mikil svitamyndun, ör hjartsláttur, mikill ótti og yfirliðstilfinning. Einstaklingar með félagsfælni eiga erfiðara með að vera í nánu sambandi og eiga erfitt með að sækja skóla eða vinnu. Félagsfælni er á meðal algengustu geðraskana nútímans og er algengi félagsfælni talin vera á bilinu 1-16%. Konur eru líklegri til að þjást af félagsfælni en karlar eða þrjár konur á móti tveimur körlum. Í þessari rannsókn var skoðaður munur á staðar- og fjarnemum við Háskólann á Akureyri hvað varðar félagsfælni og upplifaða streitu. Alls svöruðu 104 spurningarlistunum þremur af þeim 300 nemum sem hann var sendur út til (svarhlutfall 35%). Listarnir sem notaðir voru til að mæla félagsfælni voru SIAS (Social Interaction Anxiety Scale) og SPS (Social Phobia Scale).Til að kanna streitu og fylgni á milli félagsfælni og streitu var notaður Streitulisti Cohens-PSS (Social Phobia Scale). Fjarnemar skoruðu hærra á öllum listum samanborið við staðarnema en þessi munur mældist ekki marktækur. Marktæk fylgni var á milli félagsfælni og upplifaðrar streitu. Þýðing niðurstaðna í stærra samhengi er rædd í umræðukafla.
    Abstract
    Social phobia seems to start at an early age and is characterized by excessive and persistent fear and anxiety provoked by exposure to social or performance situations. Social phobia has physical and psychological symtoms like sweating, rapid heartbeat and anxiety. People with social phobia have difficulties beeing in close relationship and difficulties attending school or a job. Social phobia is among the most common mental illnesses today. Lifetime and prevalence rates range from 1% to 16% and women are more likely than men to have social phobia. This study examined if there where differences between local students and distance learning students within the University of Akureyri in terms of social phobia and perceived stress. Three questionnaires were sent to almost 300 people and 104 replied or 35% response rate. The three lists used were SIAS (Social Interaction Anxiety Scale) and SPS (Social Phobia Scale) to measure social phobia and Cohens Perceived Stress Scale (PSS) to measure students’ perceived stress. Distance learning students scored higher on all three lists compared to local students, however this difference was not significant. The correlation between social phobia and perceived stress measures was significant. The results are discussed further in relation to preveious research in the discussion chapter.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FORSÍÐA-2 senda.pdf197,71 kBLokaðurHeildartextiPDF