is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9529

Titill: 
 • Árangur PMT-O meðferðar : meðferð fyrir foreldra unglinga með hegðunarvandamál
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Parent Management Training, Oregon aðferð, er meðferðarúrræði ætlað foreldrum og öðrum sem koma að uppeldi barna með hegðunarvanda og byggir á kenningu bandaríska sérfræðingsins Gerald Patterson um þróun andfélagslegrar hegðunar. Markmið meðferðarinnar er að auka foreldrafærni og draga úr óæskilegri hegðun barna og unglinga með hegðunarvanda. Rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur meðferðarinnar hjá börnum en áhrifamáttur meðferðarinnar virðist ekki vera eins sterkur þegar unglingar eru annars vegar.
  Markmið rannsóknarinnar var að meta árangur PMT-O meðferðar sem framkvæmd var af Skóladeild Akureyrar. Þátttakendur voru foreldrar fjögurra drengja sem allir glímdu við hegðunarvanda og voru á aldrinum 14 til 16 ára þegar meðferð hófst. Allir einstaklingarnir komu inn í rannsóknina í gegnum Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar eða vegna tilvísunar frá skóla. Meðferðaraðili PMT veitti foreldrum drengjanna kennslu í verkfærum PMT-O sem ætlað var að auka foreldrafærni þeirra og samskipti við barnið. Meðferðin tók allt að 9 mánuði og hittu foreldrar meðferðarfulltrúa í 10-12 skipti ýmist á heimili barnsins eða á skrifstofu ráðgjafa. Notast var við fjögur mælitæki við mat á árangri meðferðarinnar, ASEBA (Achenbach System of Emperically Based Assessment), Mat á félagsfærni (Social Skills Rating System), Dagleg skráning foreldra (Parent Daily Report) og Mat á árangri PMT meðferðar.
  Þegar tekið var tillit til niðurstaðna allra matstækja rannsóknarinnar kom í ljós að PMT-O meðferðin virtist bera árangur fyrir tvo drengjanna en hins vegar virtist hegðunarvandi hinna tveggja standa í stað eða jafnvel aukast. Niðurstöður mælitækjanna voru þó ekki samhljóma í öllum tilfellum og einnig gætti ósamræmis á milli þeirra einstaklinga sem mátu hegðunarvandann, það er foreldra, drengsins sjálfs og kennarans. Erfitt er að leggja áreiðanlegt mat á gagnsemi meðferðarinnar út frá niðurstöðum rannsóknarinnar sökum lítils úrtaks en niðurstöður ýttu þó undir stoðir fyrri rannsóknarniðurstaða sem sýnt höfðu fram á að meðferðin beri meiri árangur meðal barna en unglinga.

 • Útdráttur er á ensku

  Parent Management training, Oregon method, is a treatment for parents who have children with externalized behavior problems and is based on Gerald Patterson‘s theory of how antisocial behavior develops. The purpose of the treatment is to increase parents‘ capability to decrease their children‘s externalized behavior problems. Researchers have shown that the treatment appears to work for children however it seems that the effectiveness of the treatment decreases when the children become older.
  The purpose of this study was to evaluate the effectiveness of PMT-O treatment which was performed of School Division in Akureyri (Iceland). The participants were parents of four boys, 14 to 16 years old when the treatments started, who all had externalized behavior problems. All of the participants came into the treatment program through Child care services in Eyjafjörður (Iceland) or by reference from their school. The PMT-O trainers taught the parents how to use the instruments of PMT-O treatment to increase their capability in parenting and to communicate with their child. The treatment period was at least 9 months and parents met PMT-O trainers 10-12 times at their home or at the trainers‘ office. To evaluate the effectiveness of PMT-O training, four instruments were used, ASEBA (Achenbach System of Empirically Based Assessment), Social Skills Rating System, Parent Daily Report and special assessment list to evaluate the effectiveness of PMT treatment.
  The results showed that PMT-O treatment appeared to be more effective for two of the boys. For the other two, the externalized behavior problems appeared to be the same or even increase. The results of these four instruments were not unanimous in all cases and sometimes there were inconsistencies between individuals who evaluated the problem, the parents, the boy and the teacher. It is difficult to make a determination of the effectiveness of the PMT-O treatment because the sample was so small, however the result indicate, as previous studies, that the treatment is not as effective when teenagers are involved compared to when children are involved.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 28.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangur PMT-O meðferðar.pdf432.12 kBLokaðurPDF