is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9539

Titill: 
  • Foreldramissir : að missa foreldra sína ungur að aldri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A. prófs í Uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er eigindleg rannsókn sem byggir annars vegar á fræðilegum heimildum og hins vegar á viðtölum sem tekin voru við þrjá einstaklinga, tvær konur og einn karlmann á aldrinum 25-48 ára. Markmið rannsóknarinnar er að kanna upplifun og reynslu þessara einstaklinga en öll eiga þau sameiginlegt að hafa misst báða foreldra sína ung að aldri. Sjónum verður beint að reynslu og upplifun þeirra af skólakerfinu, félagsþjónustunni og samskiptum við fagfólk, ásamt félagstengslum við ættingja og vini.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að í samfélagi okkar almennt sé skortur á opinni umræðu um dauða, sorg og missi. Brýnt er að tala við börn á skýran hátt og vera hreinskilinn þegar talað er um dauðann. Einnig benda niðurstöður til að sorgarviðbrögð barna og ungmenna séu misjöfn og mis sýnileg. Það er því mikilvægt fyrir foreldra og þá sem vinna að velferð barna að vera meðvitaðir um þessa þætti. Í ljós kom að mikilvægt er að fjölskyldan í heild fái utanaðkomandi aðstoð í sorgarvinnunni. Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki þegar barn missir einhvern nákominn sér. Þar þarf að vera öflug og virk aðgerðaráætlun og eftirfylgni með einstaklingnum til lengri tíma.
    Von okkar er sú að rannsókn þessi varpi ljósi á lífsreynslu þátttakenda svo að rödd þeirra heyrist. Það gæti hugsanlega orðið til þess að bæta það sem betur mætti fara í aðstæðum einstaklinga sem misst hafa einhvern nákominn, svo og að vinna áfram með það sem vel hefur tekist.

Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Foreldramissir.pdf779.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkið er lokað vegna viðkvæms efnis.