is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9541

Titill: 
  • Viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynlífsfræðslu : tilviksathugun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er tilviksathugun á viðhorfi ungs fólks til kynlífs og kynlífsfræðslu. Hin eigindlega athugun byggir á viðtölum við tvö 18 ára ungmenni, stúlku og pilt. Markmiðið var að fá innsýn í viðhorf þeirra til kynlífs og hvernig þau meta þá fræðslu sem þau hafa fengið. Lagt var upp með þrjár rannsóknarspurningar: Hvert er viðhorf ungmennanna til kynlífs? Hvaða viðhorf telja þau unglinga hafa til kynlífs? Hvernig vilja þau sjá kynlífsfræðslu?
    Niðurstöður athugunarinnar sýna að báðum ungmennunum finnst klám birta óeðlilega og ranga mynd af kynlífi en kynlíf eigi í raun að vera samspil milli tveggja einstaklinga sem bera tilfinningar hvor til annars. Þau telja viðhorf íslenskra unglinga til kynlífs einkennast af kæruleysi; þeir byrji ungir að stunda kynlíf og sýni þónokkra áhættuhegðun í tengslum við það. Viðmælendur telja kynfræðslu fjalla um of fáa þætti kynlífs þar sem áherslan sé að mestu leyti á getnaðarvarnir og áhættuþætti því tengdu. Þá telja þeir kynfræðslu ekki ná til ungmenna; hún þurfi að vera ítarlegri þannig að útskýrt sé nánar hvað felist í kynlífi og hvernig beri að hegða sér þegar það er stundað. Leggja þurfi áherslu á fræðslu um eðli og mikilvægi fullnæginga, hvað sé eðlilegt og hvað sé óeðlilegt í kynlífi og þær afleiðingar sem óábyrgt kynlíf getur haft í för með sér.

Athugasemdir: 
  • Uppeldis- og menntunarfræði
    B.A verkefni
    Unglingar
    Viðhorf
    Kynlíf
    Kynfræðsla
    Tilviksathugun
Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-LOKASKIL.pdf640.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna