is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9546

Titill: 
  • Að vera tvítyngdur : hvernig er unnið með tvítyngd börn í leikskóla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með gerð þessarar B.Ed. ritgerðar er að skoða vel hugtakið tvítyngi og hvernig leikskólakennarar vinna með tvítyngdum börnum. Í breyttu samfélagi verður tvítyngi æ algengara á leikskólum og því mikilvægt að kunnátta á því sviði sé til staðar svo og áhugi starfsmanna.
    Í leikskólum á norðanverðum Vestfjörðum er áhersla lögð á góða íslenskukennslu en móðurmálið er mikilvægt og raunar undirstaða þess að börn geti tileinkað sér ný tungumál í framtíðinni. Góð móðurmálskennsla er því grunnur þess að barn geti lært annað tungumál á árangursríkan og auðveldan hátt og verði tvítyngt. Menn hafa ekki verið sammála um skilgreininguna á tvítyngi en eru þó sammála um að það hafi jákvæð áhrif að vera tvítyngdur.
    Blöndun á tungumálum hjá tvítyngdum börnum er talinn eðlilegur hluti af málnotkun þeirra en bent hefur verið á kost þess að vera tvítyngdur/fjöltyngdur, fólk verði víðsýnna og eigi auðveldara að nálgast viðfangsefni.
    Segja má að málörvun tvítyngdra barna sé nauðsynleg til þess að málþroski beggja tungumálanna sé eðlilegur. Leikskólakennarar leggja mikla áherslu á íslenskukennslu í leikskólastarfinu en vekja athygli á hve mikilvægt er að börnin viðhaldi móðurmáli sínu með hjálp foreldra. Dágóður hópur tvítyngdra barna er í leikskólum á norðanverðum Vestfjörðum,
    þó bæjarfélögin séu öll smá, fyrir utan Ísafjörð, eins og kemur fram í könnun sem var gerð í fimm leikskólum í sambandi við þessa ritgerð.
    Fyrst fjalla ég um móðurmálið og hvaða gildi það hefur fyrir tvítyngd börn, svo skoða ég hvað er tvítyngi. Í framhaldi af því svara nokkrir leikskólar spurningum um kennslu tvítyngdra barna og að lokum svara foreldrar spurningum um hvernig leikskólinn sjái um kennslu barnanna með tilliti til tvítyngis þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this B.Ed thesis is to examine closely the concept of being bilingual and how nursery school teachers work with bilingual children. In an altered community bilingualism is becoming increasingly more common in nursery schools and therefore it’s important that both
    knowledge in the field and the interest of teachers be in place.
    In nursery schools in the northern part of the West-fjords there’s an emphasis on teaching Icelandic but the native tongue is important and actually fundamental for children to learn new languages in the future. Thorough teaching of the native tongue is therefore essential for the child to effectively learn a second language, thus becoming bilingual. There’s
    no unanimously approved definition of bilingualism but people seem to agree that being bilingual has positive effects.
    The infusion of languages by children is considered a natural part of their usage of the language but the benefits of being bilingual have been pointed out; people become more broadminded and approach new challenges more easily.
    It can be stated that children’s verbal stimulation is vital for normal linguistic development in both languages. In their work nursery school teachers emphasise on teaching Icelandic, however they draw attention to the importance of parents helping them to preserve their native tongue. A study that was conducted in five nursery schools shows that several bilingual pupils can be found in nursery schools in the northern part of the West-fjords, even
    if all communities apart from Ísafjörður are quite small.
    Firstly I will discuss the native tongue and its value for bilingual children and then examine what it is to be bilingual. After that I have answers from a few nursery schools on their work with bilingual children and finally parents will answer questions regarding how nursery schools teach their children in relation to their bilingualism.

Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að vera tvítyngdur; Hvernig er unnið með tvítyngd börn í leikskóla.pdf395.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna