is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9547

Titill: 
  • Þeir sem stela fara í fangelsi : umfjöllun um börn og aðstandendur afbrotamanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið verkefnis þessa er að varpa ljósi á þann samfélagshóp sem aðstandendur og þá sér í lagi börn fanga er. Skoðaðar eru erlendar heimildir um fanga og börn þeirra, hvers konar úrræði eru til erlendis fyrir foreldra í fangelsi og hvernig þeir geta umgengist börn sín. Barnalögin eru skoðuð með börn fanga í huga og einnig er farið yfir heimsóknaraðstæður hér á landi. Viðtöl eru tekin við tvo leikskólakennara, sem hafa reynslu af því að starfa með börnum sem eru aðstandendur fanga, og móður, sem á barnsfeður sem hafa afplánað dóm. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að fá úrræði eru til hér á landi fyrir aðstandendur fanga þegar litið er til heimsóknaraðstöðu þeirra, sérstakan stuðning fyrir aðstandendur eða samtök fyrir aðstandendur. Viðtölin sem tekin voru sýndu að halda þarf vel utan um þau börn, sem eiga erfiðara en önnur vegna fangelsisvistunar foreldris, og tryggja að bæði börn og hitt foreldrið finni fyrir því að traust sé til staðar á leikskólum. Velferð barnsins skal þar ætíð höfð í fyrirrúmi og það ættu foreldar að finna á viðmóti starfsfólks leikskóla.

Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskilprent.pdf449,2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna