is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9553

Titill: 
 • Börn teikna það sem þau vita, ekki það sem þau sjá
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um teikniþroska leikskólabarna, hvernig hann hefur áhrif á alhliða þroska barna og nám þeirra. Þróun teikninga barna má rekja langt aftur í tímann og hún haft áhrif á mótun einstaklingsins fram til dagsins í dag, bæði menningarlega og félagslega.
  Börn nota tákn í teikningum sínum til að túlka tilfinningar. Þau endurspegla það umhverfi sem þau búa við í teikningum sínum, en táknin hafa örvandi áhrif á fagurfræðilegan þroska þeirra, sjálfstraust, reynslu, sjálfstæði og nám. Sé litið til þroska ungra barna er sýnilegur hraður vöxtur og þroski hjá þeim fyrstu þrjú árin en með því að leyfa börnum að teikna eflist þroskaferli þeirra. Fjallað er um gildi, markmið, tilgang og mikilvægi barnateikninga. Teikningar barna hafa um árabil verið lítilsmetnar en í ritgerðinni er leitast við að gera grein fyrir mikilvægi þeirra fyrir þroska barna. Stuðst er við kenningar ýmissa fræðimanna um það hvað hefur áhrif á þroska og nám barna.
  •Rodha Kellogg og Betty Edwards eru helstu fræðimenn um teikningu barna og áhrif þeirra á þroska barna til náms.
  •Lev Vygotsky talar um svæði hins mögulega þroska þar sem börn læri í samskiptum og aðstoð fullorðinna.
  •Jean Piaget telur börn læri með því að gera hlutina sjálf.
  •Fjallað er um þá Lowenfeld og Brittain. Þeir fjalla um þroskaskeið sem börn þurfa að ganga í gegnum í myndsköpun.
  Einnig er fjallað um mikilvægi þess að skapa börnum efnivið og umhverfi til að teikna þar sem slíkt umhverfi kallar fram í þeim sköpunargleðina. Hlutverk kennara er að standa vörð um umhverfi barna, passa að það sé við hæfi og að það sé nægur efniviður til taks svo að sköpunargleði barnanna fái notið sín í hvívetna.

Samþykkt: 
 • 28.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endanleg útgáfa lokaritgerðar.pdf223.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna