Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9554
Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er ljósmyndun í starfi leikskóla. Verkefnið skiptist í tvo hluta: fræðilega ritgerð og kennsluvef. Rannsóknarspurningin sem höfð var að leiðarljósi er: hvernig og við hvað nýtist ljósmyndun best í starfi leikskóla.
Ljósmyndun er að verða sífellt stærri þáttur í starfi leikskóla. Í upphafi fræðilega hluta verkefnisins er farið yfir sögu ljósmyndunar og þá þróun sem hefur orðið í tækniþáttum ljósmyndunar. Þessi þróun hefur haft mikil áhrif á það hversu vel ljósmyndun nýtist leikskólum. Farið er yfir þá tvo þætti í starfi leikskóla sem að ljósmyndun nýtist helst við, sem eru foreldrasamstarf og uppeldisfræðilegar skráningar. Í umfjöllun um báða þessa þætti er lögð áhersla á að það gæði ljósmyndunar skipti máli og þá fyrst og fremst að hugsun sé lögð í það sem gert er og ígrundað sé hvernig leikskólastarfið birtist í myndunum. Frekari umfjöllun um ljósmyndunina sjálfa tekur því næst við, hvað hún sýni og hvað hún eigi að sýna.
Kennsluvefurinn (http://egillo.wikispaces.com/) skiptist í sex hluta. Þar er stutt umfjöllun um tilgang ljósmyndunar á leikskólum auk þess sem farið er yfir hvaða myndefni finnast í starfinu. Myndavélin sjálf og helstu stillingar á henni sem nýtast er því næst kynnt til sögunnar og þar á eftir er farið yfir helstu atriði í myndatökunni sjálfri sem þarf að hafa í huga. Seinustu tvær hlutarnir á kennsluvefnum fjalla um myndvinnslu og framsetningu mynda á heimasíðum. Ljósmyndir eftir höfund fylgja flestum umfjöllunarefnum á kennsluvefnum. Eftir því sem næst verður komist er kennsluvefurinn sá fyrsti sem er sérstaklega ætlaður leikskólum hér á landi.
Í ljósi þess hversu stór þáttur ljósmyndun er orðin á leikskólum hér á landi er ljóst að full þörf er á því að fjallað sé á fræðilegan og hagnýtan hátt um hana. Þetta verkefni er framlag höfundar til þess verkefnis.
The subject of this thesis is photography in preschools. It is divided into two parts, a theoratical essay and a learning web for preschools. The thesis question was as follows: how and in which ways can preschools utilise photography.
Photography is becoming an ever richer part of the routine in prescool education. The essay part of the thesis starts out by examining the history of photography and the technical development that has taken place. This development has directly influenced how useful photography can be in preschools. The two parts of preschool education that photography can influence the most are examined, they are parentel cooperation and educational documentation. It is maintained that in both those aspects the quality of photography is relevent and that first and foremost there has to be some thought put into the efforts and that preschool teachers are mindful of how their schools are represented through the photographs. More extensive look at photography in itself follows, what is shows and what we want it to show.
The learning web (http://egillo.wikispaces.com) is divided into six parts. There is a short introduction about why to use photography in preschools and suitable photo opportunities are highligthed. The next part examines the camera itself and the most useful settings are explained and the most imported things to have in mind when shooting pictures are also brought up. The last to parts of the learning web discuss photo editing and what to have in mind when publishing photos on website. Photopraphs by the author adorn most of the subjects that are examined. To the authors best knowlegde this is the first photographic learning web for preschools that has been published in Iceland.
In light of the big part photography now has in preschool education it is obvius that there is a need for theoretical and practical coverage on the subject. This thesis is the authors contribution to that need.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
endanlegt2.1.1.pdf | 114.25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |