en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9555

Title: 
  • is Fjarvistir og leyfi í íþróttum og sundi meðal nemenda í 8. og 10. bekk
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • is

    Ekki hefur verið mikið rannsakað eða skrifað um fjarvistir og leyfi grunnskólanema í íþróttum og sundi hér á landi né erlendis og því er mikilvægt að vekja athygli á því málefni. Rannsóknin fjallar um hversu algengt það er að nemendur í 8. og 10. bekk eru með fjarvistir eða leyfi í íþróttum og sundi. Lagt var upp með eina aðal rannsóknarspurningu og nokkrar undirspurningar og í framhaldinu voru lagðar fram tilgátur. Rannsóknin var unnin veturinn 2010-2011 en gögn rannsóknarinnar voru frá skólaárinu 2009-2010. Fengnir voru mætingarlistar 8. og 10. bekkjar í fjórum skólum og voru þeir valdir af handahófi. Niðurstöður úr rannsókninni voru unnar í Excel forritinu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að fjarvistum og leyfum fjölgi með hækkandi aldri nemenda, drengir mæta verr en stúlkur og nemendur af landsbyggðinni mæta betur en þau sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu. Einnig mæta nemendur betur í íþróttir heldur en sund. Fróðlegt væri að gera svipaða rannsókn þar sem mæting sömu nemenda er fylgt eftir frá 8. bekk og upp í 10. bekk til að hafa rannsóknina markvissari.

Accepted: 
  • Jun 28, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9555


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Forsíða.pdf78.75 kBOpenForsíðaPDFView/Open
Lokaritgerð-2011.pdf582.79 kBOpenHeildartextiPDFView/Open