Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9555
Ekki hefur verið mikið rannsakað eða skrifað um fjarvistir og leyfi grunnskólanema í íþróttum og sundi hér á landi né erlendis og því er mikilvægt að vekja athygli á því málefni. Rannsóknin fjallar um hversu algengt það er að nemendur í 8. og 10. bekk eru með fjarvistir eða leyfi í íþróttum og sundi. Lagt var upp með eina aðal rannsóknarspurningu og nokkrar undirspurningar og í framhaldinu voru lagðar fram tilgátur. Rannsóknin var unnin veturinn 2010-2011 en gögn rannsóknarinnar voru frá skólaárinu 2009-2010. Fengnir voru mætingarlistar 8. og 10. bekkjar í fjórum skólum og voru þeir valdir af handahófi. Niðurstöður úr rannsókninni voru unnar í Excel forritinu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að fjarvistum og leyfum fjölgi með hækkandi aldri nemenda, drengir mæta verr en stúlkur og nemendur af landsbyggðinni mæta betur en þau sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu. Einnig mæta nemendur betur í íþróttir heldur en sund. Fróðlegt væri að gera svipaða rannsókn þar sem mæting sömu nemenda er fylgt eftir frá 8. bekk og upp í 10. bekk til að hafa rannsóknina markvissari.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Forsíða.pdf | 78.75 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Lokaritgerð-2011.pdf | 582.79 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |