Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9558
Oft hefur meðal afrekskylfingurinn spurt sjálfan sig; hvað þarf ég að gera til að komast í hóp þeirra bestu? Tilgangurinn með þessari rannsóknarritgerð er að rannsaka muninn á æfingum landsliðskylfinga og meðal afrekskylfinga. Með því að nota rannsókn okkar geta afrekskylfingar borið æfingar sínar saman við æfingar landsliðskylfinga og séð þar mun á golfþjálfun, hugarþjálfun og líkamsrækt. Þannig getur afrekskylfingurinn séð hvað hann þarf að gera til að ná langt í golfi.
Rannsóknarspurning okkar er því; hver er munurinn á æfingum meðal afrekskylfinga og landsliðskylfinga yfir vetrartímabilið. Í úrtaki okkar voru sex kylfingar, þrír meðal afrekskylfingar og þrír landsliðskylfingar. Þeir héldu æfingadagbók en þar voru allar golfæfingar, líkamsrækt og hugarþjálfun frá 1. nóvember til 28. febrúar skráðar niður.
Tekin voru viðtöl við báða hópa eftir að þeir voru búnir að skrá niður æfingadagbók. Þar var spurt um gengi æfinga yfir veturinn.
Markmið rannsóknarinnar er að sjá muninn á æfingaálagi landsliðskylfinga og meðal afrekskylfinga. Með niðurstöðum rannsóknarinnar viljum við sýna kylfingum með mikinn metnað hvað þarf að leggja á sig til að ná settum markmiðum og einnig sýna þeim hvernig best er að æfa yfir vetrartímann. Vonandi opna niðurstöður rannsóknarinnar auga afrekskylfinga svo þeir átta sig á hvað þarf til að ná markmiðum sínum.
Niðurstöður sýndu fram á að landsliðskylfingarnir æfa miklu meira en afrekskylfingarnir á öllum sviðum þjálfunar. Þessar niðurstöður komu okkur ekki á óvart.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Forsíða ritgerðar pdf.pdf | 64,26 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Lokaritgerð. pdf.pdf | 435,21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |