is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9559

Titill: 
  • Læsi! líka í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed-gráðu í leikskólakennarafræðum í kennaradeild (hug- og félagsvísindasvið) við Háskólann á Akureyri. Markmið okkar er að fjalla um læsi innan leikskóla og hvernig það þróast hjá börnum á leikskólaaldri. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunum, Hvað er læsi í leikskóla, hverju er ætlað að ná fram með því og hvernig er það í framkvæmd?
    Í þessari ritgerð er fjallað um lestrarþróunarferlið sem samþætta þróun máls, lestrar og skriftar. Þáttur leikskólans og leikskólakennarans í þessari þróun er skoðaður ásamt þeim þáttum sem eru mikilvægir í að örva börn til aukins læsisþroska. Því er skoðað hvernig hanna eigi umhverfi sem hvetur til læsishegðunar barna. Þá er líka horft til mikilvægi þess að örva málþroska barna sem er einn af undirstöðuþáttum læsis með samræðum og markvissum lestri. Auk þess er komið er inn á mikilvægi þess að virkja foreldra til þátttöku í þróun læsis. Leikurinn er aðal náms- og þroskaleið barna í leikskóla og í þessari ritgerð er hann til athugunar sem námsleið til læsis.
    Lestur og hinar ýmsu birtingarmyndir hans gegna lykilhlutverki í læsisþróun barna. Jafnt sem hluti lestrarhvetjandi umhverfis og sem hjálpartæki í málörvun gegna barnabækur stóru hlutverki í því ferli sem er læsisþróun barna. Af þessum völdum er fjallað um barnabækur sem námstæki og þann auð sem í þeim má finna til að nýta þær á sem fjölbreyttastan og skemmtilegan hátt til aukins læsisþroska hjá börnum á leikskólaaldri.

Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Læsi! líka í leikskóla - heild.pdf716.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna