is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9561

Titill: 
 • Skólasund fatlaðra barna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsóknarritgerð er kannaður aðbúnaður og kennsla fatlaðra barna í skólasundi á grunnskólastigi.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort að fötluð börn á grunnskólaaldri fái almennt kennslu í skólasundi eins og lög gera ráð fyrir. Í fjölda ára hafa fatlaði einstaklingar staðið höllum fæti í samfélaginu hvað varðar þjónustu. Miklar framfarir hafa þó orðið hvað þetta varðar en það má alltaf gera betur. Mikilvægt er að hjálpa fötluðum einstaklingum að efla sjálfstraust sitt svo að þau komist áframt í samfélaginu sem sjálfstæðir einstaklingar. Öll börn eiga heima í almennum skólum en hafa þó mismikla þörf fyrir þjónustu. Til að ná fram þessu markmiði voru sendir út 25 spurningalistar til sundkennara víðsvegar um landið. Svörunin hefði mátt vera meiri og kom meðal annars fram að ákveðnir skólastjórnendur gáfu ekki leyfi fyrir því að spurningalistar yrðu lagðir fram við sundkennara skólans. Vekur það upp ákveðnar spurningar.
  Spurt var hvort öll fötluð börn fái sundkennslu í sínum skóla og ef svo er ekki hvaða fötlun það barn glímir við sem ekki fær sundkennslu. Einnig voru sundkennarar spurðir út í þekkingu sínu til kennslu fatlaðra barna og aðstöðu sundlauganna. Þeir voru einnig spurðir út í álit þeirra á stuðningi skólastjórnenda skólanna til sundkennslu fatlaðra barna. Komið var aðeins inn á kennsluaðferð og árangur fatlaðra barna í skólasundi, en spurningalistann má sjá í heild sinni í viðauka þrjú.
  Helstu niðurstöður sýna að flest barnanna sem sundkennarar voru spurðir um voru greind með ADHD en þau voru einnig þeir einstaklingar sem ekki fengu lögbundna sundkennslu 1 sinni í viku. 43% sundkennaranna töldu þekkingu sína til kennslu fatlaðra barna aðeins í meðallagi en á móti kom að 43% töldu þekkingu sína vera góða til mjög góða. 14% töldu hana mjög slæma. Aðstaða til sundkennslu fatlaðra barna var talin vera í meðallagi í 45% tilvika og góð til mjög góð í 44% tilvika, 11% töldu aðstöðuna mjög slæma. Stuðningur skólastjórnenda reyndist vera almennt góður eða 89% meðal til mjög mikill stuðningur.
  Í ritgerðinni er fjallað um hvað fötlun er, farið er yfir ýmsar fatlanir og af hverju hreyfing í vatni er góð fyrir börn með þær fatlanir sem rætt er um. Farið er yfir aðgengi fatlaðra barna í sundlaugum og fjallað er um skólastefnuna Skóli án aðgreiningar sem mikið hefur verið í umræðunni hjá fjölmiðlum síðustu vikur og mánuði.

Samþykkt: 
 • 28.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða.pdf30.67 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Titilsíða og baksíða.pdf94.09 kBOpinnTitilsíða og baksíðaPDFSkoða/Opna
Ritgerð FINAL.pdf921.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna