is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9568

Titill: 
 • Hreyfiframboð á dvalar- og hjúkrunarheimilum á Íslandi : samanburðarrannsókn á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ýmsar líkamsbreytingar koma fram hjá fólki við hækkandi aldur. Minni hreyfigeta og ýmis heilsufarsleg vandamál fylgja því að eldast. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að stunda skipulagða hreyfingu í baráttunni við fylgifiska öldrunar. Eldra fólki er ráðlagt að stunda reglulega líkams og heilsurækt og tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl.
  Hreyfiframboð á dvalarheimilum á Íslandi hefur hvorki verið kannað né fjallað um áður. Rannsókn þessi var framkvæmd í þeim tilgangi að fá yfirsýn yfir framboð og þjónustu við aldraða á dvalarheimilum landsins og bera saman þá þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
  Lagt var upp með tvær rannsóknarspurningar og í framhaldinu voru lagðar fram tvær tilgátur. Lagður var spurningalisti fyrir forsvarsmenn átta dvalarheimila sem valin voru af handahófi. Annars vegar fjögur dvalarheimili af höfuðborgarsvæðinu og hins vegar fjögur dvalarheimili af landsbyggðinni.
  Helstu niðurstöður gáfu til kynna að forsvarsmenn á höfuðborgarsvæðinu töldu allir bæði aðstöðu og framboð til skipulagðrar hreyfingar hjá sínu dvalarheimili vera frekar gott. Þrír af forsvarsmönnum landsbyggðarinnar töldu hinsvegar bæði aðstöðu og framboð til skipulagðrar hreyfingar vera frekar slæma hjá sér. Tveir forsvarsmanna höfuðborgarsvæðisins töldu nýtingu á skipulagðri hreyfingu vera mjög góða, einn taldi hana vera frekar góða og einn taldi hana vera frekar slæma. Þrír forsvarsmanna landsbyggðarinnar töldu nýtingu vera frekar góða og einn taldi hana vera frekar slæma. Að meðaltali kom einn faglærður starfsmaður á höfuðborgarsvæðinu að hreyfingu hjá alls 15 skjólstæðingum en að meðaltali 10 skjólstæðingum á landsbyggðinni. Mest var framboð á göngutúrum, boccia og hópleikfimi á heimilunum
  Niðurstöður rannsóknarinnar styðja tilgátur sem settar voru fram í upphafi að nokkru leyti. Annars vegar kom í ljós að þjónustu má talsvert bæta í tengslum við hreyfingu á dvalarheimilum að mati forsvarsmanna. Hins vegar kom í ljós að forsvarsmenn á landsbyggðinni töldu framboð hreyfingar vera verra en þeim fannst hjá höfuðborgarsvæðinu. Þessar niðurstöður styðja tilgátuna um það að meira framboð virðist vera til skipulagðrar hreyfingar á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

Samþykkt: 
 • 28.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Íris.pdf549.36 kBLokaðurHeildartextiPDF