is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9570

Titill: 
  • Hvað liggur í láginni? : konur sem beita börn kynferðisofbeldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lítið hefur verið fjallað um konur sem gerendur kynferðisofbeldis gegn börnum hér á Íslandi. Hefðbundin kynjaviðhorf styðja hugmyndir bæði almennings og fagaðila um karlmenn sem gerendur en konur sem þolendur kynferðisofbeldis. Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þá staðreynd að konur eru einnig gerendur kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Í byrjun er fjallað um kynferðisofbeldi gegn börnum almennt, hugtakið skilgreint og rýnt í íslensk lög og reglugerðir varðandi málefnið. Gerð verður grein fyrir umfangi og afleiðingum kynferðisofbeldis gegn börnum hérlendis sem og erlendis. Í umfjöllun um konur sem beita börn kynferðislegu ofbeldi verður leitast við að lýsa persónulegum einkennum og félagslegum bakgrunni þeirra. Álit almennings og fagaðila á konum sem gerendum kynferðisofbeldis gegn börnum verður skoðað en einnig fá konur orðið sem hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Heimildir eru fengnar úr bókum, blaðagreinum og rannsóknum.
    Niðurstöður úr yfirferð heimildanna leiddu í ljós að skilgreiningin á kynferðisofbeldi gegn börnum er fremur óljós og mismunandi eftir löndum. Ísland er aðildarríki að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en brýtur gegn 34. grein Barnasáttmálans því á vegum íslenska ríkisins er ekkert forvarnarstarf gegn kynferðisofbeldi á börnum. Það eru margar ástæður fyrir því að konur misnota börn kynferðislega og má yfirleitt rekja kynferðisbrot kvenna gegn börnum til kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í bernsku. Konur sem beittu börn kynferðislegu ofbeldi komu oftast úr erfiðum fjölskylduaðstæðum. Sökum þess náðu þær fremur slökum félagslegum þroska og þjáðust m.a. af mjög lélegri sjálfsmynd. Slíkar kringumstæður urðu til þess að konurnar leiddust oftar en ekki út í sambönd við ofbeldishneigða karlmenn. Kynferðisofbeldi kvennanna gegn börnum var m.a. framið til að þóknast karlmönnunum sem neyddu konurnar til þátttöku. Í öðrum tilfellum leituðu konurnar kynferðislega á börn til að hafa stjórn og til að fullnægja þörfum sínum eftir hlýju og ánægjulegu kynlífi sem fullorðnir karlmenn gátu ekki veitt þeim.
    Konur eiga greiðan aðgang að börnum, þær eru í lykilhlutverki inni á heimilum, í umönnunarstörfum og í kennarahlutverki. Það þykir brýn ástæða að rannsaka málefnið kvenna sem gerenda kynferðisofbeldis gegn börnum ýtarlega til að geta spornað gegn þessum ört vaxandi samfélagsvanda um heim allan.

Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað liggur í láginni.pdf340.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna