is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9576

Titill: 
  • Nám fyrir einn og alla : einstaklingsmiðun - teymisvinna - leiðir til árangurs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs í kennaradeild við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Kjarni í ritgerðarinnar er umfjöllun um einstaklingsmiðað nám og þær leiðir sem taldar eru árangursríkar til einstaklingsmiðunar. Til að styðja við það er kenningum Carol Ann Tomlinson um einstaklingsmiðað nám m.a. gerð skil, en hún er ein af þeim fræðimönnum sem hefur fjallað mikið um einstaklingsmiðað nám og kenningar hennar hafa haft töluverð áhrif á þróun þess hérlendis. Þá er einnig fjallað um teymisvinnu kennara sem leið til að einstaklingsmiða nám barna.
    Ritgerðin er unnin út frá fræðilegum heimildum og eigindlegri tilviksrannsókn sem gerð var í 4. bekk í einum grunnskóla á Íslandi þar sem lögð er áhersla á að ná fram markmiðum einstaklingsmiðunar í gegnum teymisvinnu kennara. Markmiðið með rannsókninni var að skoða hvaða leiðir kennararnir nota til að einstaklingsmiða nám og hvort þær leiðir samræmist fræðilegum skilgreiningum um einstaklingsmiðun. Gengið var út frá tveimur meginspurningum: Að hve miklu leyti ná kennarar markmiðum um einstaklingsmiðað nám þar sem gengið er út frá teymisvinnu? Og að hve miklu leyti er samræmi í vinnubrögðum kennara og skilningi þeirra á einstaklingsmiðuðu námi og fræðilegum skilgreiningum um einstaklingsmiðun?
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós að með teymisvinnunni ná kennarar að töluverðu leyti markmiðum um einstaklingsmiðað nám. Vinnubrögð kennara og skilningur þeirra á einstaklingsmiðun hefur ákveðin samhljóm með kenningum Tomlinson um einstaklingsmiða nám. Samt sem áður eru vísbendingar um að bráðgerir nemendur fái síður nám við hæfi og vinna mætti enn frekar að einstaklingsmiðun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nám fyrir einn og alla.pdf286.7 kBLokaðurPDF