is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9578

Titill: 
  • Foreldrasamstarf : ávinningur allra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er foreldrasamstarf. Tilgangur hennar er að kafa dýpra í þetta efni og skoða þætti sem snúa að samskiptum heimila og skóla. Markmiðið er að kanna viðhorf kennara og nemenda til foreldrasamstarfs og hvaða leiðir þeir telja að séu heppilegastar til að sem bestur árangur náist í þessu samstarfi.
    Í fyrri hluta ritgerðar er hugtakið foreldrasamstarf útskýrt á fræðilegan hátt. Farið er yfir hvað grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla segja um þetta efni, það er hvert sé hlutverk kennara og foreldra/forráðamanna í að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Því næst koma undirkaflar foreldrasamstarfsins, þar sem fjallað er um foreldrasamstarf frá ýmsum sjónarhornum. Mikilvægt er að gagnkvæmt traust og virðing ríki milli heimila og skóla, en hafa ber í huga að ýmsar hindranir geta komið upp í samstarfinu og því mikilvægt að kennarar, foreldrar og skólastjórnendur séu undir það búnir. Í þessum hluta er fjallað um leiðir Joyce L. Epstein og Nönnu Kristínar Christiansen sem báðar stuðla að því að efla samskipti heimila og skóla.
    Í seinni hluta ritgerðar er fjallað um þá rannsókn sem höfundar framkvæmdu í fjórum grunnskólum á Eyjafarðarsvæðinu, ásamt kynningu á niðurstöðum hennar. Meginniðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að kennarar og nemendur telji foreldrasamstarf vera mikilvægan þátt í öllu skólastarfi. Höfundar telja að gott foreldrasamstarf leiði til þess að skólabörnum líði betur, hafi meira sjálfstraust og sýni betri námsárangur ef foreldrar eru virkir þátttakendur í námi barna sinna.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Foreldrasamstarf.pdf391.1 kBLokaðurHeimildaskráPDF