is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9580

Titill: 
 • Amma Þuríður og þjóðsagnaferðin : námsefni með áherslu á samþættingu námsgreina
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni er lokaverkefni mitt til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er námsefni sem ætlað er fyrir 3. og 4. bekk grunnskóla ásamt kennsluleiðbeiningum. Hins vegar er greinargerð þar sem gerð er fræðilega grein fyrir námsefninu.
  Viðfangsefni námsefnisins eru þjóðsögur en þær eru notaðar til að samþætta íslensku, samfélagsgreinar og grenndarkennslu undir einu þema. Samþætting og þemanám bjóða upp á þverfaglega nálgun á ýmis viðfangsefni og geta hjálpað til við einstaklingsmiðun og aukið áhuga nemenda á viðfangsefninu. Lítið sem ekkert er til af sambærilegu námsefni í dag og því má ætla að þörfin á því sé til staðar.
  Aðalnámskrá grunnskóla leggur áherslu á fjölbreytta kennsluhætti og að nemendur fái færi á að kynnast þeim menningararfi sem þjóðsögur eru auk þess sem aukin áhersla er á umhverfismennt í skólastarfi dagsins í dag. Í verkefninu er nálgunin við umhverfismennt í gegnum grenndarkennslu því ætla má að betra sé að byggja upp þekkingu nemenda og skilning á því nærtæka sem finna má í nágrenni þeirra og færa síðan út kvíarnar yfir í hið víðtæka og fjarlægara eins og umhverfismál á heimsvísu.
  Í greinargerðinni er fjallað um námsefnisgerð, einstaklingsmiðun, þemanám og þjóðsögur auk þess sem fjallað er um grenndarkennslu og námsefnið sem hannað var og námskenningar sem því tengjast.

Samþykkt: 
 • 28.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK_TDK_ritg_rafraen.pdf357.62 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
LOK_namsefni_rafraenskil.pdf23.5 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
LOK_TDK_kennsluleid_rafraent.pdf428.31 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna