Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9585
Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig stuðla megi að námshvetjandi umhverfi fyrir stærðfræðinemendur með ADHD á unglingastigi. ADHD, athyglisbrestur með ofvirkni, er varanleg taugaþroskaröskun sem hefur áhrif á getu einstaklingsins til að stjórna athygli, virkni og hvatvísi og að takast á við margvísleg verkefni miðað við aldur og þroska. Í umfjölluninni er fjallað um einkenni ADHD, hvernig hægt er að haga samstarfi foreldra og skóla, velja námsefni og gögn, útbúa námsmat, skipuleggja kennsluna og skólastofuna. Jafnframt er fjallað um val kennsluaðferða til að koma sem best til móts við þarfir stærðfræðinemenda með ADHD þannig að þeir geti nýtt hæfileika sína, verið jafnir, virkir þátttakendur í skólastarfinu, þroskast og átt gott líf.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
IngaLaraBjornsdottir_B.Ed._Skemman.pdf | 243.32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |