is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9586

Titill: 
  • Fækkun iðkenda í knattspyrnu og tengsl við fæðingardag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig fæðingardagur iðkenda í yngri flokkum í knattspyrnu hefur áhrif á fækkun þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru 2719 iðkendur hjá 5 félögum á höfuðborgarsvæðinu. Félögin voru Breiðablik, Fram, Fylkir, Valur og þróttur sem öll gáfu leyfi fyrir því að iðkendalistar þeirra yrðu notaðir í þessa rannsókn. Rannsóknin var framkvæmd þannig að iðkendalistar félaganna frá árinu 2009 voru fengnir úr Felix kerfi ÍSÍ og var iðkendum síðan raðað niður eftir kyni, aldri og fæðingarmánuði. Árinu var skipt niður í fjóra flokka og féll hver iðkandi í einn af þessum flokk. flokkarnir sem unnið var með voru janúar til mars, apríl til júní, júlí til september og október til desember.
    Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að hlutfall leikmanna eftir fæðingarmánuðum er frekar jafnt í yngstu aldurshópunum og ekki hægt að segja að fæðingardagur iðkenda hafi áhrif í yngstu flokkunum. Eftir því sem iðkendur verða eldri eru færri sem fæddir eru á síðasta hluta ársins eða á tímabilinu frá október til desember. Þannig er hlutfall drengja í 3. flokki sem fæddir eru á þessum síðasta hluta ársins einungis 17,6% og í 2. Flokk er það 13,9%. Hlutfall stúlkna sem fæddar eru á síðustu mánuðum ársins er einungis 11,5% í 2. flokk en öfugt við drengina er það 24,9% í 3. flokk. fæðingardagsáhrifin virðast koma seinna inn hjá stúlkunum en hjá drengjunum sem sést best á þessum mun á kynjunum í 3. flokk.
    Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru skoðaðar kemur það í ljós að þeir sem fæddir eru á síðustu mánuðum ársins eru mun ólíklegri til að skila sér upp í 2. flokk félaganna. Einnig er fækkun iðkenda milli ára mikið vandamál fyrir knattspyrnuna eins og sést í niðurstöðukaflanum því fækkun iðkenda milli flokka er gríðarleg. Hún byrjar í 6. flokk þar sem brottfallið er mest hjá báðum kynjum en það eru 80 fleiri piltar skráðir í 6. flokk en í þeim 5.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni.pdf433.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
hrannarkápa.pdf30.77 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna