is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9587

Titill: 
 • Heimanám : hver er tilgangurinn með heimanámi í dag?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er heimanám. Ritgerðinni er skipt í tvo hluta, annars vegar fræðilegan hluta þar sem unnið er út frá heimildum og hins vegar viðhorfskönnun þar sem viðhorf umsjónarkennara til heimanáms er kannað. Í fyrri hlutanum er gerð grein fyrir sögu heimanáms, hugtökin hefðbundið og óhefðbundið heimanám eru skilgreind ásamt því sem settar eru fram skoðanir sem fylgjendur og andstæðingar heimanáms hafa fram að færa. Gerð er grein fyrir mikilvægi þess að einstaklingsmiða heimanámið og bent á mikilvægi samstarfs heimilis og skóla. Í seinni hlutanum er gerð grein fyrir viðhorfskönnun sem lögð var fyrir umsjónakennara í grunnskólum Akureyrarbæjar.
  Heimanám er þáttur sem hefur verið hluti af skólastarfinu í langan tíma en ekki hafa allir verið á eitt sáttir um gagnsemi þess. Myndast hafa ólíkar fylkingar um skoðanir á heimanámi, annars vegar fylgjendur og hins vegar andstæðingar. Fylgjendur benda á mikilvægi heimanáms á meðan andstæðingar vilja meina að það íþyngi fjölskyldum. Til að forðast slíkt er hægt að einstaklingsmiða heimanámið, sem samræmist gildandi menntastefnu, ásamt því að skipuleggja það í samstarfi við fjölskyldur nemenda eins og bent er á í nýjum drögum að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla.
  Viðhorfskönnun var lögð fyrir umsjónarkennara í sjö grunnskólum Akureyrarbæjar þar sem unnið var út frá rannsóknarspurningunni: „Hvert er viðhorf umsjónarkennara til heimanáms?“ Í niðurstöðunum kemur í ljós að flestir umsjónarkennarar telja heimanám vera til að þjálfa atriði sem hafa verið kennd í skólanum, um helmingur einstaklingsmiðar heimanámið að nemendum og telja flestir að mikilvægt sé að stuðla að góðu samstarfi við heimilin.
  Heimanám er greinilega vandmeðfarið og ætti að leggja fyrir í hófi í samstarfi við heimilin svo hægt sé að sníða það að áhugasviði nemenda og til að íþyngja ekki nemendum og fjölskyldum þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay´s subject is homework. The paper is comprised of two parts, a theoretical section which is derived from references, and a questionnaire which explores teachers´ views towards homework. The former covers the history of homework, defines the concepts of traditional and untraditional homework, and introduces opinions set forth by supporters and adversaries of homework. The significance of adapting homework to individuals is discussed, as well as the importance of cooperation between households and schools. The latter part of the essay introduces results from a questionnaire which was completed by supervising teachers in Akureyri´s primary schools.
  Homework has been part of schooling for a long time, although there is disagreement with regards to its usefulness. Different opinions on homework have divided people into two groups, supporters on one hand and adversaries on the other. Supporters argue for the importance of homework, while adversaries believe that it places a burden upon families. This may be prevented by personalising homework, in accordance with the existing educational methodology, and by collaborating with students´ families, as pointed out in the new draft curriculum for primary schools.
  School teachers in seven of Akureyri´s primary schools were asked to complete a questionnaire which was based on the following research question: „What are supervising school teachers´ views towards homework?“ Results showed that most supervising teachers see homework as the practice of skills taught at school. Approximately half of the respondents personalise homework for their students, and most consider it important to work towards a positive collaboration with households.
  It is clear that homework requires careful consideration and that it should be used in moderation and in collaboration with homes in order for it to be tailored to student´s interests and so it does not become a burden on students and their families.

Samþykkt: 
 • 29.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd Heimanam-Hver er tilgangurinn med heimanami i dag.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna