is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9592

Titill: 
  • Áhrif tónlistarnáms á námsárangur í stærðfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölmargir fræðimenn hafa rannsakað áhrif tónlistar á vitræna hæfileika. Þessum áhrifum má skipta í þrennt eftir því hvaða hlutverk tónlistin hefur: áhrif einbeittrar hlustunar áður en verkefni er lagt fyrir, áhrif bakgrunnstónlistar og áhrif tónlistarnáms. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar sem hlusta á sónötu eftir Mozart (K448) bættu sig í verkefni tímarýmdarskynjun en það er sá hæfileiki að geta búið til myndir í huganum og meðhöndlað þær t.d. með því að snúa þeim, raða saman og breyta þeim. Áhrifin, sem kölluð voru Mozart-áhrif, vöruðu þó aðeins í 10-15 mínútur. Aðrar rannsóknir á þessum áhrifum hafa gefið ólíkar niðurstöður. Ýmsir hafa bent á að þessi áhrif geta verið afleiðing af bættu skapi og/eða örvun þátttakenda. Sömu sögu er að segja um áhrif bakgrunnstónlistar. Rannsóknir á áhrifum tónlistarnáms á vitræna hugsun sýna flestar fram á að rýmdarskynjun eflist með tónlistarnámi. Þetta á sérstaklega við um tímarýmdarskynjun en hún skiptir miklu máli í stærðfræðilegri hugsun og sérstaklega hlutfallareikningi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tengsl eru á milli þess að vera í tónlistarnámi og sýna góðan árangur í stærðfræði en slík tengsl segja ekki til um orsakasamband. Þær tilraunarannsóknir sem gerðar hafa verið hafa ekki sýnt fram á að tónlistarnám hafi áhrif á árangur í stærðfræði. Ein rannsókn sýndi þó fram á það að ef þátttakendur fengu þjálfun í stærðfræði út frá tímarýmdarskynjun hafði tónlistarnámið veruleg áhrif á árangur þeirra. Því er hugsanlegt að tónlistarnám geti haft áhrif á árangur í stærðfræði ef nemendur fá þjálfun í að nota tímarýmdarskynjun í reikningi. En þó tónlistarnám geti haft áhrif á vitrænan þroska nemenda er mikilvægt að líta ekki á það sem markmið tónlistarkennslunnar. Það getur í besta falli verið ein af mörgum ástæðum þess að flétta tónlist í skólastarfið. Tónlistarnám ætti að vera metið að verðleikum tónlistarinnar vegna en ekki vegna áhrifa á aðra þætti ótengda tónlist.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti.pdf323.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna