is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9593

Titill: 
 • Vísindaspuni : greinargerð með spili ætlað til styrkingar hugtakanáms í náttúrufræðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í greinargerð þessari er lýsing á námsspili um hugtök í náttúrufræðum sem undirrituð hefur hannað og lagður fram rökstuðningur fyrir gildi þess. Spilið er hugsað sem kennsluefni fyrir náttúrufræðikennara. Markmið spilsins er að styrkja hugtakanám í náttúrufræðum. Við val námsefnis er unnið út frá markmiðum aðalnámsskrár og efni spilsins er tekið upp úr námsefni nemenda á unglingastigi grunnskólans. Spilið er hannað til notkunar á unglingastigi grunnskólans en nýtist þó öllum þeim sem vilja kynnast hugtökum náttúrufræðinnar og fræðast um þau.
  Námsspil er hægt að nýta í kennslu á margvíslegan hátt. Þau má nýta til upprifjunar, til að kynna nemendur fyrir nýju námsefni, sem upprifjun á efni sem búið er að fara yfir eða sem þjálfunaræfingar. Þau má nota á öllum stigum grunnskólans, jafnt á unglingastigi sem og með yngri börnum enda hafa allir aldurshópar gaman af því að spila.
  Hugmyndafræði spilsins byggir á því að nemendur doki við hugtök náttúrufræðanna, ígrundi þau og öðlist dýpri skilning á hugtakinu og tengslum þess við skyld hugtök. Nám í náttúrufræðum byggir m.a. á því að nemendur tileinki sér tungumál vísindanna og kunni skil á þeim hugtökum sem mynda hugmyndabanka vísindanna. Hugtök náttúrufræða hafa sum hver ólíka merkingu í daglegu tali en sem vísindalegt hugtak.
  Markmið þessa spils er að þjálfa minni og skilning nemenda á hugtökum náttúrufræðanna í gegnum leik og höfða til breiðs hóps nemenda.

Samþykkt: 
 • 29.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa vísindaspunagreinargerðar.pdf1.24 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Greinargerð með námsspili