Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9599
Ritgerðin fjallar um Tákn með tali, notkun og innlögn þess í leikskólum. Gerð var rannsókn í leikskólum 8. deildar Félags leikskólakennara með það að markmiði að kanna hvort og hvernig innlögn Tákn með tali er háttað í leikskólunum.
Spurningakönnun var lögð fyrir leikskólastjóra leikskólanna og var svarhlutfall 65%. Spurt var um notkun Tákn með tali í leikskólunum og innlögn á Tákn með tali hvað varðar val á táknum, fjölda þeirra, og endurnýjun. Einnig var spurt um hvernig kynning á táknunum væri háttað fyrir börn, foreldra og starfsfólk.
Rannsóknin leiddi í ljós að Tákn með tali er notað í öllum leikskólunum en innlögn þess er ekki með markvissum og staðföstum hætti, engin regla var á innlögn Tákn með tali hjá 54% svarenda.
Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um Tákn með tali og hvernig árangursríkt er að leggja Tákn með tali inn í leikskólum. Í seinni hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir rannsókninni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Innlögn_á_Tákn_með_tali.pdf | 473.54 kB | Lokaður | Heildartexti |