is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9600

Titill: 
  • Áhrif Skólahreysti á íþróttakennslu í grunnskólum landsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknarefnið um Skólahreysti var unnið á vorönn 2011. Lagðar voru fram tvær rannsóknarspurningar, fyrri spurningin var hvort Skólahreysti hafi breytt íþróttakennslu í grunnskólum landsins og sú seinni var hvort áhugi barna og unglinga á íþróttum hafi aukist síðan Skólahreysti hófst en stofnendur Skólahreysti hófu þessa keppni til að reyna að vinna gegn hreyfingarleysi ungmenna í landinu. Samdir voru tveir mismunandi spurningalistar, annar þeirra var sendur á íþróttakennara víðs vegar um landið en hinn var sendur á stofnendur Skólahreystis. Þegar spurningalistarnir frá íþróttakennurunum skiluðu sér til rannsakanda var hafist handa við að bera saman svör þeirra. Niðurstöðurnar voru þær að langflestir skólar landsins taka þátt í Skólahreysti og kennslan í flestum skólum breytist á einhvern hátt þegar fer að líða að keppninni. Allir íþróttakennararnir sem tóku þátt í könnuninni voru sammála um að þetta væri mjög flott keppni og voru almennt ánægðir með þær greinar sem væri keppt í.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til B.Ed gráðu.pdf631.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna