Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9604
Námsmat er mikilvægur þáttur í öllu námi en það er margt sem þarf að huga að þegar námsmat er framkvæmt, er það mat í þágu náms eða er það mat á námi. Er matið áreiðanlegt eða réttmætt, hvaða námsmatsaðferðir eru nýttar til að meta nám nemenda og svo framvegis. Mat í þágu náms er námsmat sem lagt er fyrir nemendur til að efla námsárangur þeirra en mat á námi er mat sem framkvæmt er í lok námstímabils til að athuga hvaða þekkingu nemendur búa yfir svo hægt sé að veita þeim vitnisburð um stöðu þeirra. Mat í þágu náms fer einnig undir nafninu leiðsagnarmiðað námsmat eða leiðsagnarmat. Rannsóknarspurningin er Nýtist leiðsagnarmat til að bæta rökhugsun nemenda í stærðfræði á yngsta stigi grunnskóla?
Kennarar sem nota leiðsagnarmat við kennslu meta nemendur reglulega yfir námstímann með fjölbreytilegum aðferðum, þeir nýta upplýsingarnar til að leiðbeina nemendum sínum um stöðu þeirra og benda þeim á leiðir til að bæta námsárangur sinn. Rökhugsun er mikilvægur þáttur í stærðfræðinámi nemenda sem og öllu öðru námi. Nemendur eru ekki of ungir til að læra og nýta sér rökfræði þó svo þeir séu á yngsta stigi en börn notfæra sér almennt rök áður en þau hefja grunnskólagöngu sína. Þegar rökhugsun nemenda er þjálfuð þarf að huga að umhverfi þeirra. Umhverfi þar sem nemendur vita að hægt er að læra af mistökum og að það sé í lagi að gera mistök ýtir undir þor nemenda til að ræða um lausnir sínar og lausnaraðferðir. Þannig mótast námsumhverfi sem ýtir undir bættan árangur nemenda í rökhugsun. Þegar við þetta er svo bætt leiðsögn um stöðu nemenda, styrk þeirra og veikleika og þeim færðar leiðir til að vinna með styrkleika sína og veikleika í námi getur það bætt árangur þeirra. Svar við rannsóknarspurningunni er að hægt er að nýta leiðsagnarmat til að bæta rökhugsun nemenda í stærðfræði á yngsta stigi grunnskóla.
Assessment is important part in all learning, but there is much to consider when assessment is carried out, is it assessment of education or is it assessment of learning. Is it reliable or valid assessment, which methods are used to assess students learning and so on. Assessment of learning is assessment presented to students to improve their academic achievement but assessment of learning is assessment that is performed at the end of study period to check what knowledge students possess in order to provide them with grades. Assessment of learning is also known as guidance based assessment or formative assessment. The research question that is worked out from in this project is "Is formative assessment useful to improve students' mathematical reasoning at primary school level?"
Teachers who use formative assessment in their teaching assess their students regularly throughout the period of study by various methods, they use the information to guide their students about their status and point them on ways that they can take to improve their academic performance. Reasoning is an important part of students’ mathematical studies as well as in other subjects. Students are not too young to take advantage of logic although they are at primary school level; children have generally started to take advantage of arguments before they enroll in primary school. Teachers have to consider the environment in the classroom when they train students in reasoning. Environment where students know that you can learn from mistakes and that it's okay to make mistakes fosters courage in students to discuss their solutions and solution strategies. This way a learning environment is formed that promotes improved performance of students reasoning skills. When guidance about the students’ status, their strengths and their weaknesses is added to this and they are advised on ways to improve their strengths and vulnerabilities the performance is increased further. The answer to the research question is that it is possible to use formative assessment to improve students’ mathematical reasoning at primary school level.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Efnisyfirlit - Nýtist leiðsagnarmat til að bæta rökhugsun nemenda í stærðfræði á yngsta stigi grunnskóla.pdf | 154,43 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá - Nýtist leiðsagnarmat til að bæta rökhugsun nemenda í stærðfræði á yngsta stigi grunnskóla.pdf | 324,29 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Nýtist leiðsagnarmat til að bæta rökhugsun nemenda í stærðfræði á yngsta stigi grunnskóla.pdf | 476,05 kB | Lokaður | Greinargerð |