Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9609
Þessi greinargerð er hluti af lokaverkefni mínu til B.Ed. -prófs við Háskóla Íslands vorið 2011. Ásamt þessari greinargerð er ég með kennsluverkefni í þæfingu þar sem kúluformið er skoðað og hvernig hægt er að nota það með yngsta stigi grunnskólans og jafnvel leikskóla. Þó er auðveldlega hægt að útfæra verkefnin fyrir eldri börn. Hugmyndirnar eru ætlaðar fyrir alla kennara, bæði textílkennara og bekkjarkennara. Ég ákvað einnig að skoða lítilega íslensku ullina því það hefur aldeilis orðið sprenging síðustu ár í handverki og prjóni á Íslandi. Ég útskýri hvernig ullin er uppbyggð og hvernig við getum nýtt okkur ullina í fjölbreyttri kennslu. Íslendingar hafa alltaf verið duglegir að nýta verðmæti sín og það er kominn tími til að við nýtum okkur kosti íslensku ullarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð 2011 greinargerð1.pdf | 197,86 kB | Lokaður | |||
Kennsluverkefni leiðrétt1.pdf | 1,86 MB | Lokaður |