is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9610

Titill: 
  • Útikennsla sem kennsluaðferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar B.Ed. ritgerðar er útikennsla sem kennsluaðferð. Markmiðið með ritgerðinni er að varpa ljósi á hvert upphaf útikennslunnar og í þeim tilgangi að gefa greinargóða lýsingu á hvert ágæti útikennslu er í raun og veru. Ritgerðinni er skipt upp í fimm megin kafla. Fyrst er skilgreint hvað fellst í hugtakinu útikennsla en þar sem það er víðfemt eru til ýmsar skilgreiningar á því hvað útikennsla er. Kostir útikennslu sem kennsluaðferð eru fleiri en ókostir hennar og gerð eru góð skil á þeim. Það krefst mikillar vinnu af kennurum að undirbúa útikennslu og því er komið inn á þann hluta útikennslunnar. Ef að útikennsla er notuð sem kennsluaðferð allt árið umkring í stað þess að vera einungis nýtt í tengslum við vettvangsferðir sem farnar erum nokkrum sinnum ári þá er hægt að ná fram bættum námsárangri hjá nemendum. Einnig meiri fagmennsku hjá kennurum, fjölbreyttara námi og samþættingu námsgreina. Í næsta kafla er fjallað um hvaða kenningar fræðimanna á sviði kennslufræða er hægt er að tengja við útikennslu. Kenningar sem eru til umfjöllunar í tengslum við útikennslu eru þær sem menn eins og John Dewey, Howard Gardner og Jean Piaget hafa sett fram. Í ritgerðinni er skoðað á hvaða grunni útikennslan byggir og þar kemur í ljós að hann er að mestu byggður á kenningum John Deweys. Í fjórða kafla er fjallað um námsmat í tengslum við útikennslu. Hægt er að hafa námsmat fjölbreytt fyrir nemendur og er það skoðað og settar fram ýmsar hugmyndir hvaða námsmat hentar best í sambandi við útikennslu. Í fimmta kafla er fjallað um hugmyndir að verkefnum fyrir útikennslu og lagður er grundvöllur fyrir samþættingu námsgreina í tengslum við verkefnahugmyndirnar. Helstu niðurstöður eru þær að útikennsla er krefjandi kennsluaðferð fyrir kennara. Hún krefst mikillar og krefjandi vinnu af nemendum og kennsluhættirnir geta verið fjölbreyttir í starfi. Ávinningurinn er ómetanlegur fyrir marga nemendur sem eiga við námserfiðleika að stríða, en með útikennslu er hægt að kenna allar námsgreinar grunnskóla úti í náttúrunni.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this B. Ed thesis is outdoor teaching (OE) as a method. The goal is to shed a light on the origin of outdoor education and explain in detail it’s real benefits. The thesis is in five main parts. The first part explains the concept of outdoor education as it is a broad subject and several theories as to what it entails. The benefits of this teaching method are far greater than the disadvantages and those will be detailed. It takes a lot of preparation for the teachers to prepare OE lessons and therefore we detail that part. Noticeable benefits are noted from the students as well as improved professionalism from teachers where OE is used all year round instead of being used only for occasional field trips throughout the year as well as more varied and integrated subject matters. The next chapter looks at which, and whose, theories can be applied to OE, theories from such educators as John Dewey, Howard Gardner and John Piaget. As the essay looks at the basis for the OE and we find that this is mostly based on the theories of John Dewey. The fourth chapter is about the progress assessment. There are several ways to assess the student progress in OE and we look at which methods are best for the subjects. In the fifth chapter we look at ideas for projects for the OE and integration of subjects in the project setup. Main conclusions are that OE is a demanding method for teachers. It requires a lot of demanding work of the pupils and teaching methods can be varied. The benefits of OE for those with learning difficulties is immeasurable but with OE all elementary school subjects can be taught in nature.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed._rit...pdf316.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna