is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9613

Titill: 
  • Strákar lesa minna en stelpur : hvers vegna ætli það sé?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni leitast höfundur við að skoða muninn á tómstundalestri unglingspilta og unglingsstúlkna á Íslandi. Í rannsóknum hefur komið fram að stelpur lesi meira en strákar í frístundum og hafa þær niðurstöður vakið upp spurningar um ástæður.
    Byrjað er á því að skoða tómstundir barna og unglinga, hvernig þessi hópur eyðir frítíma sínum og hvað er í boði. Farið er yfir það hvað tómstundalestur er, hverjir stunda hann og hvers vegna hann er mikilvægur fyrir unglinga. Skoðað er hvers vegna þessi munur er á kynjunum þegar kemur að tómstundalestri í samhengi við aðra afþreyingu, hvernig skólarnir ýta undir lestur og hvort kynjamyndir í samfélaginu hafi áhrif á það hverjir lesa. Kynjamunurinn er svo skoðaður almennt og rætt um mótunaraðila í uppeldi barna sem ýta undir staðalímyndir kynjanna. Að lokum verða þeir þættir sem hafa áhrif á muninn á lestrarvenjum pilta og stúlkna teknir saman og ræddir.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin 1.pdf438.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna