is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9620

Titill: 
  • Málþroski tvítyngdra barna með Downs heilkenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu BA-verkefni verður fjallað um málþroska tvítyngdra barna með Downs heilkenni. Málþroski er hluti af almennum þroska barns og sýna börn með skertan vitsmuna-, hreyfi-, tilfinninga- eða félagsþroska oftast einhver frávik í málþroska eða eru sein til máls. Þegar talað er um að einstaklingar séu tvítyngdir er átt við að þeir hafi gott vald á tveimur tungumálum, þó annað tungumálið sé oft meira ráðandi. Í þessari ritgerð er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hefur tvítyngi áhrif á málþroska barna með Downs heilkenni?
    Eitt af einkennum Downs heilkennis er frávik í vitsmunaþroska og getur vitsmunaskerðingin haft mjög mikil áhrif á tjáskiptafærni einstaklingsins þar sem mikill hluti af tungumálanámi veltur á vitsmunahæfileikum og hæfileikanum til rökhugsunar, skilnings á hugtökum og að muna. Börn með Downs heilkenni eiga í meiri erfiðleikum með tjáningu, setningarfræði og orðaforða heldur en önnur börn á saman aldri. Á árum áður ríkti mikil tortryggni til tvítyngis barna, því talið var að tvítyngi hefði skaðleg áhrif á almennan þroska og málþroska barna. Þess vegna var talið mikilvægt að halda börnum frá tvítyngi og þá sérstaklega ef grunur var um þroskafrávik. Rannsóknir hafa þó sýnt að börn geta lært tvö tungumál alveg eins og þau geta lært eitt og virðast þroskafrávik og málþroskaraskanir ekki breyta neinu um það.
    Samkvæmt rannsóknum Kay-Raining Bird o.fl. hefur tvítyngi ekki áhrif á málþroska barna með Downs heilkenni þó svo að barnið sé með málþroskaröskun. Vísbendingar voru um að seinkun væri á báðum tungumálunum hjá tvítyngdum börnum með Downs heilkenni, en áhrifin virtust ekki stafa af tvítynginu sjálfu.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-lokaverkefni.pdf307.61 kBLokaðurHeildartextiPDF