is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9623

Titill: 
 • Lestrarkennsla : kennsluaðferðir við lestrarkennslu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni til b.ed. gráðu við Kennarabraut Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
  Í ritgerðinni munum við varpa ljósi á nokkrar af þeim lestrarkennsluaðferðum sem notast er við í grunnskólum landsins í dag. Einnig verður komið inn á mikilvæga þætti sem spila stórt hlutverk við lestrarkennslu eins t.d. lesskilningur og hljóðkerfisvitund. Að læra að lesa er einn mikilvægasti þátturinn í skólagöngu barna og áríðandi er að hver og einn fái þá tilsögn og aðstoð sem til þarf strax í upphafi skólagöngu til að góður árangur náist.
  Bornar verða saman tvær lestrarkennsluaðferðir Hljóðaaðferðin og Byrjendalæsi. Hljóðaaðferðin er gömul og rótgróin aðferð, en Byrjendalæsi hefur frekar nýlega tekið sér bólfestu sem lestrarkennsluaðferð hérlendis. Lagðir voru spurningalistar fyrir þrjá reynda kennara. Tveir af þeim kenna eftir Byrjendalæsi og sá þriðji notar Hljóðaaðferð í sinni kennslu. Þegar aðferðirnar voru bornar saman kom í ljós að aðferðirnar skarast að nokkru leiti. Byrjendalæsið styðst t.d. að nokkru leiti við Hljóðaaðferðina hvað varðar innlögn á hverjum staf fyrir sig. Þá er gripið til Hljóðaaðferðar þegar þarf að fara í dýpra í hljóð eða stafatákn.

Athugasemdir: 
 • Lestur
  Lestrarkennsluaðferðir
  Byrjendalæsi
  Hljóðaaðferð
  Lesskilningur
Samþykkt: 
 • 29.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigr. og lilja lokav. pdf.pdf1.02 MBOpinnLokaritgerðPDFSkoða/Opna